Búnaðarrit - 01.01.1937, Síða 74
BÚNAÐARRIT
54
jörð lengur, og sumstaðar allan veturinn, en gjafa-
frekt var mjög og hey gáfust upp. Fóðurbætir var út-
vegaður og með honum spöruð hey. Til eru menn, sem
ekkert strá gáfu af heyi frá því á góu og einmánuði,
en björguðu þó fénaði sínum fram, sumir með því að
moka ofan af fyrir hann, svo hann fengi fylli sína af
jörðinni, aðrir með því að reka hann í aðrar sveitir,
þar sem snapir voru, og gefa honum þar fóðurbæti
með beitinni. Það reyndist einna erfiðast að koma
fóðurbætinum til manna, og fyrir því voru snjóbílar
látnir flytja hann bæði frá Reyðarfirði upp í Hérað
og frá Húsavík í þær sveitirnar, sem lengst voru frá
og ekkert gátu dregið að sér nema á mannsbakinu,
eins og gert var fyrir löngu síðan.
Á harðindasvæðið var útvegaður og eyddur fóður-
hætir í krónutölu, sein hér segir:
í Austur-Húnavatnssýslu ................. 5000,00
- Skagafjarðarsýslu ................... 50000,00
- Suður-Þingeyjarsýslu ................ 87417,00
- Norður-Þingeyjarsýslu ............... 42497,00
- Norður-Múlasýslu .................... 98327,00
- Suður-Múlasýslu ..................... 26045,00
- ýmsa aðra staði ................ ca. 20000,00
Alls 329286,00
í þessu er hey fyrir ca. 12000 kr.
Með þessu tókst að bjarga skepnum i'rá felli. En
það iná hverjum manni vera Ijóst, að hefði ekki verið
hafizt handa um útvegun þessa fóðurbætis, þá hefði
nokkur hundruð bændur staðið uppi allslausir og ekki
getað slundað bú sín ái'ram vorið 1936. Þetta var
neyðarráð. Það var um það að velja, hvort hér ætti
að hlaupa undir bagga, eða þá láta bændurna flosna
upp. Og það ráðið var tekið að reyna að hjálpa. En
vitanlega eiga bændur að tryggja sig gegn svona mis-
fellum sjálfir. Það á að gera með fóðurbírgðafélöguin
eða fóðurtryggingasjóðum, náist ekki samkomulag um
félagsskap. Eg vil segja það í skýrslu minni tim starf