Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 75
BÚNAÐARRIT
mitt þessi tvö ár, að ekkert hefir valdið mér öðrum eins
áhyggjum og starf mitt við þetta í vetur sem leið. Oft
var það svo, að tvísýni var á hvernig endirinn mundi
verða, og mörg var sú áhyggjustund, sem vegna þessa
kom. Og hvað hafa þær þó verið hjá áhyggjum hinna,
sem stóðu sjálfir í eldinum og áttu allar eigur sínar
og framlíðaratvinnu í hættu. En af þessu eiga menn
að læra. Ekki það, að varpa áhyggjum sínum á ríkið,
og treysta því, að það bjargi, heldur hitt að láta ekki
þessa sögu endurtaka sig.
Þessi fóðurhætir hefir nú verið greiddur. Sumt hafa
hændur greitt sjálfir, til að greiða annað, hafa þeir
tekið bjargráðasjóðslán. En sumir hreppar voru þann-
ig stæðir, að þeir gátu ekki fengið lán. Og bændunum
var ofvaxið að greiða fóðurbætirinn allan nú. Þar hefir
ríkið hlaupið undir baggann og greitt það, sem bænd-
ur hvorki gátu greitt sjáfir né fengið að láni úr Bjarg-
ráðasjóði.
Sumum finnst ég tala nokkuð oft og nokkuð mikið
um fellishættuna og nauðsyn þess, að bændur sjálfir
tryggi sig gegn henni. Mér er þetta mjög mikið áhuga-
mál. Mig svíður að sjá öryggisleysið í húskapnum. Ég
vona að ég lii'i það lengi að sjá fóðurbirgðafélögin rísa
upp alstaðar og hændurna gegnum þau, tryggja sig
um gervalt landið, svo þeir þoli að mæta slæmum
vetri eftir slæmt sumar, en þurfi ekki að flosna frá
húum sínum eins og margir hefðu orðið að gera í vor
sem leið, hefði ríkið ekki komið til og hjálpað.
En það góða við þessa hjálp í vetur var það, að hún
kom að gagni.
Skepnuhöld voru það góð, að þó féð vorið 1935 væri
fullum 42 þús. færra en vorið 1934, og enn færra 1930,
þá var slátrað feiri dilkum haustið 1936 en nokkurn-
tíma hefir verið slátrað áður í landinu á einu hausti.
Vorið 1936 var gott. Það gréri strax úr sumarmálum
eða þegar jörð kom upp þar á eftir, en kuldakast og