Búnaðarrit - 01.01.1937, Síða 80
<)0
BÚNAÐARRIT
hvort sláturfjárfjöldi hel'ir aukizt eða minnkað á þess-
um árum.
Menn sjá, að meðalþungi dilkanna á sláturstöðunum
hefir breyzt og vil ég biðja þá, sem kunnugir eru á
hverjum stað, að hugleiða af hverju sú breyting stafar.
Það má margt af henni læra, en ég skal ekki lengja
skýrslu mína með því að tala frekar um það.
Heilsufar. 1935 var heilsufar fjárins yfirleitt gott,
sunnan og vestanlands, en miður gott norðan og aust-
anlands. í Þingeyjarsýslu bar mikið á ormaveiki og
lungnabólgu í fé, og í Múlasýslum bar líka á vanhreysti
í fé, en þar stafaði hún að nokkru af hinum óvenju
slæmu heyjum.
1936 hefir heilsufarið yfirleitt verið ágætt (sbr. þó
Borgarfjarðarveikina síðar). Þó liefir lungnaorma
gætt nokkuð, sérstaklega i Þingeyjarsýslum og nyrst
í Norður-Múlasýslu og á þeim slóðum hefir líka verið
lungnabólga í fénu og ])að drepizt úr henni.
Riða hefir bæði árin verið á nokkrum hæjum hér
og þar um landið, en almennt veldur hún ekki enn
vanhöldum í lenu fyrir heildinni, en einstaka mönnum
gerir hún mikinn skaða.
Bráðapestar hefir eins og æfinlega orðið vart hér
og þar, en nú fjölgar þeim með ári liverju, sem bólu-
setja unglömbin að vorinu, og verja þau á þann hátt
fyrir pestinni framan af haustinu.
Þá hefir komið upp fjárpest í Borgarfirði, sem lýsir
sér með ofvöxtum í lungunum, svo lungun verða
margföld að stærð og ])vngd við það, sem eðlilegt er,
skepnurnar eiga örðugt um andardrátt og kafna, fái
þær ekki áður lungnabólgu, sem dragi þær til dauða.
Vegna þess hve pest þessi er nú orðin almenn, hve
ört hún l)reiðist lit, svo og þess að ýmsar sögur ganga
um hana, og ekki allar sem áreiðanlegastar, vil ég
fara um aðdraganda hennar nokkrum orðum.
Sumir álíta, að hún hafi l>orizt hingað til lands með
+