Búnaðarrit - 01.01.1937, Síða 82
B Ú N A Ð A R R I T
R2
hafði málið til meðferðar áður, kom því enginn ágrein-
ingur fram, sem talinn verði.
Þegar til þess kom að framkvæma lögin 1933, lagði
ég til að keyptur yrði stofn af ríkinu, og það gerði
síðan tilraunir með það, hvernig skinnin yrðu, áður
en almenningi væri gefinn kostur á, að fá hrúta af
stofninum. Þessari tillögu var ekki sinnt, enda þá sótt
mjög fast úr mörgum stöðum að fá keypta hrúta handa
einstökum bændum og félögum bænda, svo þeir strax
gætu orðið aðnjótandi þess hagnaðar, sem menn
gerðu sér vonir um, að einblendingsrækt með Kara-
kulhrútum og okkar ám mundi gefa.
Ég gaf því karakúlféð frá mér, réði engu um inn-
kaupin og kom ekki að því að seinja reglugerðina,
sem um einblendingsræktina átti að gilda, leiðarvís-
inn um meðferð fjárins né annað, sem að þessu laut.
Hinsvegar eru inörg bréf til, sem sýna álit mitt á
þessu máli þá, og nokkrir bændur tóku það tillit til
þeirra, að þeir liættu við að fá sér hrúta þá og ákváðu
að bíða, unz séð væri hver árangurinn yrði.
Að reyna að kenna þeim, sem keypti Karakúlféð
um það, að þessi veiki sé hér nú — raunar er ekki
enn víst, að hún hai'i borizt með Karakúlfénu — tel
ég álíka mikla fjarstæðu og reyna að kenna mér um
það. Þeir menn gerðu ekki annað en það, sem fyrir
þá var lagt, og það var það, sem fjöldinn vildi þá. Þor-
steini Briem bar skylda til að nota heimildina, þegar
sýnt var, að menn vildu láta hann gera það, og hann
fór að vilja hændanna um það, að útvega þeim hrúta
um leið og stofninn var keyptur lianda ríkinu.
Karakúlféð kom hingað sumarið 1933, eins og áður
hefir verið sagt í skýrslum annara starfsmanna. Það
var einangrað í Þerney. Um haustið var það sent til
kaupendanna, en stofninn fluttur til Hóla í Hjaltadal.
Tveir hrútar fóru í Borgarfjörðinn. Sá, sem nú er
talinn að hafa borið veikina, fór fyrst að Sturlureykj-