Búnaðarrit - 01.01.1937, Side 84
(54
BÚNAÐARRIT
Haustið 1936 er svo fé veikt frá mörgum bæjum í
8 hreppum í upp-Borgarfirði og auk jiess frá nokkr-
um bæjum úr Vestur-Húnavatnssýslu og einhverjum
bæjum í öllum hreppum sýslunnar. Þá leggur ráðu-
nevtið enn fyrir rannsóknarstofu háskólans að rann-
saka veikina, og l>á fyrst er farið að vinna í því af
krafti. Og þá kemur sú skoðun fram, að um nýja
veiki sé að ræða. Um þessa skoðun er þó deilt enn,
en telja verður eftir þeim upplýsingum, sem fyrir
hendi eru nú að svo sé, og enn liggur ekkert fyrir,
svo hægt sé að segja með vissu um það, hver veikin
sé, hvernig eða hvort hún smiti, og ef hún smitar, hve
lengi kindin gangi þá með hana áður en hún fer að
srnita frá sér og þangað til að sér á henni, né hvernig
yeikin haí'i komið hingað til lands, ef um nýja veiki
sé að ræða.
Það er að vonum að þessi fjárpest slær ótta á menn.
Menn vona að hægt verði að stemma stigu fyrir út-
breiðslu hennar, en hvort lnin er smitandi vita menn
ekki enn. Menn vona líka sumir að læknisráð muni
finnast gegn henni, en hæpið er að það verði í bráð,
þó svo kunni að fara, að það finnist einhvern tíma.
Það eru því ekki glæsilegar framtíðarvonir um sauð-
fjárræktina á þessum fjárpestarsvæðum.
Það er ekki annað sýnilegt nú, en bændur á þessu
svæði verði að hætta við að hugsa um sauðl'éð, sem
aðalstofn búa sinna. Þeir eru nú að vísu flestir þannig
settir í Borgarfirði, að þeir geta selt mjólk til Borgar-
nesmjólkurbúsins, en mjólkurmarkaður er þröngur,
og þolir varla að sii aukning verði á honum, sem
óhjákvæmilega yrði að verða, ef þeir bændur á fjár-
pestarsvæðinu, sem nú eru, og mesl lifa á sauðfjár-
afurðum, yrðu eingöngu að l'ara að lifa á mjólkur-
fraanleiðslu. Og húnvetnsku bændurnir hafa enn engan
mjólkurmarkað. Það virðist því vera svo, að þeir verði
að snúa sér að annari framleiðslu. Og þá er um fernt