Búnaðarrit - 01.01.1937, Síða 85
BÚNAtíARHIT
(55
að ræða, og um það þurfa þeir að hugsa, bændurnir
á svæðinu, og taka strax upp breytingar á búskapar-
háttunum. Þessi atriði, sem ég vil benda á, eru:
t. Aukin garðræld. Allt þetta svæði, að heita má,
er vel i'allið lil garðræktar. Hana má því auka mikið.
í sumar eru þess dæmi viða um land, að einstakir
bændur hafa ræktað kartöflur i það stórum stíl, að
þeir hafa selt úr l)úi sínu garðmat fyrir 1000 til 3000
kr. Það er á við smá fjárbú. Þeir, sem hugsa sér á
fjárpeslarsvæðinu að taka garðræktina upp, sem mik-
ilsverða hjálp, til að koma sér yfir það tekjurýra tíma-
bil, sem sýnilega er framundan hjá þeim, þurfa strax
að fara að hugsa sér i'yrir útsæði í vor, og er langrétt-
ast fyrir þá, geti þeir ckki fengið það hjá nágranna
sínum eða öðrum innanhéraðs, að panta það hjá
grænmetisverzlun rikisins.
2. Uppeldi af geldneytum lil slátrunar. Það orkar
ekki tvímælis, að bændur á þessu fjárpestarsvæði eiga
að ala hvern kálf upp nú, gelda nautkálfana, svo af
þeim verði betra kjöt, og slátra þeim svo eftir því,
sem marltaður og ástæður eru fyrir hendi síðar.
Nautakjöt hefir ekki verið flutt lit frá Islandi í nokkr-
jir aldir, en það er dýrara kjöt og hægara í útflutingi
en kindakjöt. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að
við geturn orðið útflytjendur að nautakjöti, og það
eiga bændurnir á þessu svæði að athuga og athuga vel.
3. Uppeldi af hrossum, J>æði til sölu úr landi og sér-
staklega til sölu i þau héruð innanlands, sem hrossa-
uppeldi er dýrt i, og sem yfirleitt ala ekki upp hross
til viðhalds brúkunarstofninum. Þessar sveitir eru
þannig settar flestar, l)æði í Borgarfirði og Húnavatns-
sýslum, að hrossauppeldi er ódýrt. Það er því alveg
sjálfsagt fyrir bændur á þessu svæði, að leggja sig
nú eftir stóðeign. Að vísu er enginn öruggur mark-
aður fyrir þau úr landi, en innanlands er mikill mark-
aður fyrir hross, sé hann notaður réttilega. Það munar