Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 116
BÚNAÐARRI T
9(1
verður nokkurt snjóföl, sem leysist upp við sólbráð.
Tíðari'arið ólíkt því sein verið hefir síðasll. 10 ár hvað
þurrviðri og frosthörkur snertir. Yfir allan janúar var
ám og lömbum gefin full gjöf, þó var staðviðri og úr-
koinulaust að kalla. Klaki í jörð í mánaðarlokin 55—60
cm. þykkur í jafnlendi. Tíðafar hagstætt samgöngum,
því ísar voru á ám og vötnum.
Söm má heita tíðin í febrúar, frosthörkur, hjartviðri
og staðvlðri oftast, samgöngur greiðar og færi gott.
Gjafasamt fyrir útipening. Klaki um 70 cm. þykkur
í mánaðarlokin.
í marz snjóar nokkuð í byrjun, en tekur jafnóðum
upp. Hægviðrasöm tíð, en áttin óstöðug og bregður nú
frá þvi staðviðri sein var frá áramótum. Sem fyrr var
færi gott vestur fyrir Hellisheiði og um allt undir-
lendið. Beit léleg á blásinni jörð tveggja síðustu mán-
aða, en tíðin er þó á stundum hlý, en þiðnar þó lítið.
Vorið (apríl—maí) lTemur þurrt í byrjun og allmikið
sólfar. Vorgróður byrjar um 20. apríl og er tíðin frem-
ur köld og gróðri fer Htið fram vegna klakans, sem er
óvenju mikill. Ekki var hægt að plægja á akurlendi
fyrr en 18. apríl. Eftir 20. fer gróðri töluvert fram,
enda er þá oft hlýtt veður. Korrii fyrst sáð 20. apríl,
og jörð þá blaut og grunnt á kaka, en síðast var korni
sáð 16. maí. Víða lniið að sleppa sauðfé og útigángs-
hrossum í mánaðarlokin.
Maí var votviðrasamur með litln sólfari. Vindasamt
í meira lagi og úrkoman mikil fram að 25. Hitinn
nokkuð jafn og fyllilega í meðallagi, en hans naut
ekki vel vegna lirollviðra og klakans, sem hélzt í jörð
allan mánuðinn. Öll jörð var blaut og erfið til vinnslu.
Korni var víða sáð í of blauta jörð, og dró það úr
spirun þess á stöku stað, einkum þar sem pollar stóðu
uppi um lengri tímn. Urðu nokkur brögð að þessu hér
i stöðinni og kom kornið óvenju seint upp — fyrst sáða
byggið eftir 22 daga, en hafrar eftir 25 d., og er ]iað 4—6