Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 117
B Ú N A Ð A R R I T
97
döguiii siðar en vorið 1935 — en þá var jörð ltlakalaus.
— Ivýr voru fyrst látnar út 11 maí, en gefið með beit-
inni fram að 20. júní. Kartöflur fyrst settar 12.—14.
maí, og var þá skóflustunga niður á klaka. í maílok var
23 cm. þykkur klaki í jörð á jafnlendi. Eftir 25. maí
hlýnar i veðri og þornar til. Háliðagras setti öx 24.—
26. maí, túnvingull og vallarsveifgras l'rá 26.—30. maí.
Maí mun kaldari en 1935 og vorið í heild óhagstæðara
fénaðarhöldum og jarðrækt en þá. Lambadauði nokk-
ur vegna lirakviðra.
Sumarið (júní—sept). Júní var í kaldara lagi, þó
hlýrri en árið á undan. Fram að 15. júní var hitinn oft
niður við frostmark á nóttum. Gróðri fór því seint
fram, jafnt á túni sem ökrum, engi spruttu betur.
Eftir 15. júní hlýnar í veðri með suðaustan hægviðri
og vaxandi sólfar. Ivlaki var viðast úr jörð 6.—8. júní.
Kartöflugras víða komið upp 22. júní og flest grös búin
að setja öx fyrri liluta mánaðarins, nema nokkrar
seinsprottnar tegundir. Júní hagstæður öllum útistörf-
um. Þó tíð væri köld í fyrstu þá kom góður bati þegar
á mánuðinn leið. Hraksamt var fyrir lambær fyrri
hlutann, og öllum gróðri miðar hægt, þannig að sjaldan
hefir spretta verið jafn lítil um mánaðarmótin júní og
júlí. Hefir þelta þau áhrif, að úthaginn helzt lengur
grænn og góður til beitar í haust, en venja hefir verið
undanfarin ár — enda reyndist nú sauðfé í vænna lagi.
Júlí er óvenjuhlýr, sú lilýjasta tíð, sein komið liefir
síðastl. 10 ár. Úrkoman mjög litil, sólfar mikið og hin
bezta heyskapartíð, því hægt var að þurrka jafnóðum
og losað var.
Túnasláttur byrjar ekki almennt fyrr en um miðjan
júlí, og víða ekki fyrr en um 20, því tún voru í síðara
lagi sprottin, en þó varð grasvöxtur í fullu meðallagi.
Rygg skreið (þ. e. setti öx) 10.—20. júlí og hafrar
12.—25. s. m., eftir sáðtíma og ræktun er þetta nokkuð
síðar en árið á undan.
7