Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 129
BÚNAÐARRIT
109
tilbúna áburðinum eitl árið og bætt á annað eða til
kartöfluársins, verða því aðeins 100 kg. af nitrophoska
til túnræktarársins.
Sáðskipti ö. er skiptiræktun ineð korntegundum í 3 ár
og 4. árið sáð til túnræktar og skjólsáð hafrar 100 kg.
á ha. Áburðurinn hefir verið 300 kg. nitrophoska á ha.
kornræktarárin þrjú, eða samtals 900 kg. eins og í
hinum tveimur númerunum. Síðasta árið, þ. e. 1936,
er búfjáráburður borinn á landið, 100 smál. á ha.,
og ekki annar áburður. Sáð i landið til túnræktar
samskonar litsæði og í nr. 2.
Sáðskipti 4. Var t'yrst plægt 1934 og sáð þá byggi
í landið, áburður 300 kg. nitrophoska á ha. 1935 sáð
höfrum með sama áburðarmagni og árið áður. 1936
er sáð til túnræktar í þetta land, eins og hin sáðskiptin
og áburður þá 100 smál. mykja á ha.
Sáðskipti 5. Var plægt vorið 1935 og ræktað þá með
höfrum til þroskunar, áburður 300 kg. nitrophoska á
lia. 1936 var borið i landið 100 smál. mykja á ha. og
sáð þar grasfræi til túnræktar ásamt 100 kg. höfrum
til skjóls.
Sáðskipti 6. Er skyndiræktun eins og nr. 1, plægt
vorið 1936, áburður 100 smál. mykja á ha. og sáð til
túnræktar sama vor. ásamt skjólsæði eins og í hinum
4 skiptunum. Þetta skipti á að verða mælikvarði fyrir
þeirri túnrækt, sem gerð er á sama tíma, en á jörð,
sem hefir verið ræktuð mislengi og með ólíkum nytja-
jurtum, eins og sáðskipti 2, 3, 4 og 5, sein lýst hefir
verið hér að framan.
Getur nú verið fróðlegt að athuga afraksturinn, sem
skiptin hafa gei'ið undanfarin 4 ár, og kemur þá fyrst
til greina að bera saman skipti 1—3, scm hafa verið
<ill jafnlengi í ræktun.
Fara hér á eftir uppskerutölurnar fyrir öll skiptin: