Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 134
114
B Ú N A Ð A R R I T
þar til biiið er að setja alla strengi á stólpana ásamt
heyinu, sem saxað er upp og sett á strengina. Ef byrjað
er snennna að slá, má oft þurrka 2svar töðu á sömu
hesjugirðingunni, og ef menn stunda hafrarækt má
nota þær þrisvar á sumri. Venjulega fara 2—3 vikur
í að fullþurrka hey á hesjum, ef tíð er votviðrasöm, í
betri líð mun styttri tími. Munið, að bezt er að setja
grasið grasþurrt á hesjuna, þá rná láta mun meira á
strengina en ef það er látið regnvott.
e. Kornræktin o. 11.
Kornræktin 1935 var mjög auðveld i l'ramkvæmd
yfir vorið og uppskerutímann, því tíðin var hin hag-
stæðasta, sem komið hefir í mörg ár, aftur á móti var
sumarið sjálft ekki hagstætt kornþroskun, því hiti
var oftast mjög lágur og vindasamt í jiilí. Sprettu-
tími bygglegunda var því venju fremur langur, og það
náði ekki þeirri kornþyngd hér sunnanlands sem það
venjulega hefir náð. Hafrar náðu betri þroskun og
kornþyngd þeirra lítið minni en venjulega. Þrátt fyrir
fremur smátt korn, gréri kornið allt prýðisvel, og gró-
magn hyggs og hafra varð frá 85—100%.
Vetrarrúgur þroskaðist illa, enda komu frost á hann
nýskriðinn, en slílct hefir slæm áhrif á frjógun hans,
kornsetningu og síðar þroskun.
Baunir náðu sæmilegum þroska á 10 dögum lengri
sprettutíma en 1934. Kornuppskeran hófst 24 ágúst og
var lokið 3. okt. Náðist mestallt af korninu í hús fyrir
miðjan október. Nokkur ódrýgindi urðu þó í síðast
þroskuðu höfruniun (Farvorithöfrum) vegna snjóa og
ásókn stokkanda, en þær sækja mikið í kornið á haust-
in, einkum ef snjóa og áfreða gerir. Munu af þessum
völdum hafa farið forgörðum 8—10 tunnur af höfr-
um. — Kornland stöðvarinnar 1935 var sem hér
greinir: