Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 142
122
BÚNAÐARRIT
Jakobs H. Líndals. Með því að bera 4000 kg. kalk á
ha. hækkaði pH talan í 7,1. Tilraun þessi misheppn-
aðist að nokkru vegna veðra, sem börðu kornið af á
sumum reitunum.
Þriðja tilraunin var með dreifingartima á kalksalt-
pétri til byggræktar, og í 3 liðum: 1) saltpétur borinn á
áður en kom upp í reitunum, 2) þegar byggið var
komið upp og 3) þegar byggið var næstum þver-
handar hátt. Byggið þroskaðist því fyrr, sem saltpét-
urinn var fyrr borinn á, en þó munaði þetta ekki nema
2—5 dögum. Uppskernn varð einnig mest fyrir ál)urð-
artíma nr. 1, en munurinn þó mjög lítill — 2 tunnur
af ha.
Tilraunareitir stöðvarinnar árið 1936 voru samtals
380, og viðfangsefni þeirra 118, og landstærðin sem
þær ná yfir 0,82 ha.
Þá má geta þess, að 2 ný byggafbrigði voru reynd
hér í stöðinni þetta sumar, Stellakorn 6-raða frá Sví-
þjóð og Abed Majabygg frá Danmörku (2-raða af-
brigði). Báðar tegundirnar náðu fullum þroska. Abed
Majabyggið er lalið sérstaklega gott til ölgerðar og
bezta maltbygg. Er þetta allmikill sigur fyrir ísl. korn-
rækt að þessi tegund nær fullum þroska hér í stöðinni
i sumri sem tæpast getur talizt mikið yfir meðalsumar.
Á næstu árum þarf kornyrkjan að ná meiri út-
breiðslu en orðið er. Þau kornafbrigði sem hæf eru til
ræktunar, eru nú orðin reynd og þekkt, þess vegna er
óhætt að byrja á ræktun korntegunda, og þá í sáð-
skifti með kartöflum og grastegundum til túnræktar.
Það er brýn þörf, að í íslenzkum sveitum verði þessi
framleiðsla tekin til framkvæmda næstu ár, því það
getur orðið oss til ómetanlegs gagns bæði beint og
óbeint. Þarf ég ekki að benda á nema örfá atriði til
stuðnings þessu ináli, því kornyrkjan hefir fyrst og
fremst menningarlegt gildi fyrir jarðræktina, og mynd-
ar grundvöll fyrir haganlegri og fjölbreittari fram-