Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 147
BÚNAÐARRIT
127
um framleiðslu útsæðis. Hreppabúnaðarfélögin ættu að
annast útvegun útsæðis og áhalda, og livetja til auk-
innar sáðræktar hjá bændum. Er hér inikið og þarft
verkefni að vinna. Kaupfélögin þurfa sömuleiðis að
veita þessu máli sinn stuðning. Helzta verkefni þeirra
er dreifingarstarfsemin. Þau þurfa á hverju vori að
hafa golt útsæði af hyggi, höfrum og kartöflum á boð-
stólum, og hvetja menn til að hefjast lianda. Þau þurfa
einnig að mynda sér aðstöðu til að geta tekið jiessar
framleiðsluvörur af bændum með viðunandi verði,
þegar til þess kemur að framleiðsla kemst í það hori'.
Þessar þrjár stofnanir, sem bændur hafa myndað,
og stjórna nú að inestu leyti, hafa hér mikið og glæsi-
legt verkefni fyrir höndum, ]iað að breyta íslenzkum
landbúnaði, þar sem það er hægt, í akuryrkjubúskap,
þó ekki verði nema að nokkru leyti — því ef jörðin
getur gefið við sáðskiptaræktun korns, kartaflna og
túns meiri arð en áður, fyrir jafna vinnu, þá er það
i áttina að farsælu marki.
önnur starfsemi.
Störf mín bæði árin hafa verið sem að undanförnu,
að veita þessu fyrirtæki forstöðu. Störfin aukast ár-
lega, bréfaskriftir, útsæðissala, leiðbeiningar, tilrauna-
starlsemi og búrekstur. Allt þetta hefir tekið alla mína
starfskrafta. Fyrirlestra hefi ég og haldið um korn-
vrkju, túnrækt og grasfrærækt á búnaðarfundum og
i útvarp.
Sömuleiðis hafa verið haldin hér námslceið bæði
vorin í jarðrækt.
Vorið 1935 tóku þessir menn þátt í námskeiði í jarð-
rækt:
Jörgen Sigmarsson frá Krossavík í Vopnafirði,
Þorsteinn Björnsson frá Berunesi við Reyðarfjörð og
Kristján Bjarnason frá Akureyri — var allt árið.