Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 179
BÚNAÐARRIT
159
hverja 20 ha. samtals, og velja þeir sér fulltrúa úr
sínum hópi til að fara með atkvæði sitt.
Rétt til að bera fram kjörlista hafa minnst félags-
menn með samtals 40 atkv., og skulu vera jafnmargir
á hverjum lista og kjósa á og jafnmargir til vara. Komi
fram fleiri en einn listi, skal hlutfallskosning viðhöfð.
Kosning til búnaðarþings skal jafnan fara fram á
aðalfundum hreppabúnaðarfélaganna. Stjórn hlutað-
eigandi búnaðarsambands sér um kosninguna. Að öðru
leyti fer um framkvæmd kosningarinnar eftir ákvæð-
um reglugerðar, er landbúnaðarráðherra setur, að
fengnum tillögum Búnaðarfélags Islands".
Þessi grein er það atriðið í I. kafla laganna sem
vitanlega er langörðugast fyrir Búnaðarþingið að sam-
þykkja og liggja til þess eftirfarandi ástæður:
a. Með samþykkt þessarar greinar er algerlega rifið
niður það skipulag, sem búnaðarfélagsskapurinn í
landinu hefir byggt upp 3—4 síðustu áratugina, og sem
hefir þróast algerlega eftir þörfum og kröfum hans
og liefir öll skilyrði til að gera það í framtíðinni.
I 6. greininni er gert ráð fyrir að hver bóndi greiði
árgjald til Búnaðarfélags Islands. Þótt það liggi i aug-
um uppi, að slíkt sé algerlega óeðlilegt í félagsskap,
sem skiptist í stærri og smærri undirdeildir, að hver
einstaldingur þurfi að vera beinlínis félagi sambands-
félagsins og greiða þar árgjald, jafnframt því, sem
liann er meðlimur félagsheildarinnar í gegnum sitt
búnaðarfélag og búnaðarsamband og inni þar árlegt
félagsgjald af höndurn. Við hyggjum að slíkt fyrir-
komulag þckkist livergi í félagsskap, sem er byggður
upp eins og Búnaðarfélag íslands. Sama gildir og um
kosningafyrirkomulagið, að það mun óþekkt fyrir-
brigði, að kosið sé beinum kosningum í skipulögðum
félagsskap, sem skiptist í stærri og smærri undirdeildir,
vegna þess að óbeinar kosningar eru þar að öllu leyti
eðlilegri og í samræmi við skipulag fálagsslcaparins,