Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 189
B Ú N A Ð A R R I T
1(59
einstaklingunum meiri rétt, sé tekið þegar það auk
þess á engan hátt getur skaðað það kerfi, sem bún-
aðarfélagsskapurinn í landinu myndar.
Það virðist hafa verið töluverð óánægja með af-
greiðslu jarðræktarlaganna á Alþingi nú, og um ein-
slök atriði þeirra. Þau eru samþykkt á Alþingi, með
aðstoð þess stjórnmálaflokks, sem talið er að ekki hafi
sérstaklega látið sig varða landhúnaðarmál. Auk þess
þykir ekki hafa verið leitað, nægjanlega álits B. I. um
málið. Þessar ástæður allar eru þannig vaxnar, að
það getur ekki myndað bætta aðstöðu til að auka
áhrifavald B. í. og búnaðarfélagsskap í landinu, að
kasta lögunum frá sér, því að það er augljóst mál, að
nærtækara er fyrir B. I., að beita áhrifum sínum til
hóta, að hafa á hendi framkvæmd laganna, en ef þeim
væri stjórnað frá deild i stjórnarráðinu.
Slík stjórnardeild myndi sækja í að vaxa, eins og
allt lögmál lífsins stefnir að, og seilast fljótlega eftir
þeim málum, sem B. í. er nú falið fyrir löggjafar-
valdið. Auk þess yrði þessi stjórnardeild að liafa trún-
aðarmenn um allar sveitir landsins.
Þar sem hin fjármunalega aðstoð til eflingar land-
húnaði, myndi þá koma í gegnum þessa stjórnardeild,
myndi bændum þykja tveir tígulkóngar vera lcomnir
í spilin. Og gæti þá svo farið, að þrátt fyrir kerfis-
bundið stjórnarfyrirkomulag, og góðan og göfugan
vilja, myndi B. í. dragast í skuggann og verða mátt-
laust til áhrifa, bæði hjá hændum landsins og eink-
urn hjá löggjafarvaldinu
Að þessu athuguðu, vill minnihluti laganefndar
Búnaðarþings leggja til:
„Búnaðarþingið ályktar að Búnaðarfélag íslands
taki að sér framkvæmd hinna nýju jarðræktarlaga og
ákveður að hreyta lögum sinum samkvæmt því.“
Reykjavik, 14. scpt. 1936.
Jón Hannesson.