Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 222
202
BÚNAÐARRIT
Nefndarálit um borgfirzku sauðf járpestina.
Tillögur :
„Búnaðarþingið ályktar að leggja til, að:
a. Gerð sé nákvæm skoðun á heilsufari sauðfjár í öll-
um þeim héruðum landsins, þar sem borið hefir
á alvarlegum sauðfjársjúkdómum síðustu árin.
Jafnframt séu valin sem fjölbreyttust sýnishorn
til visindalegra rannsókna.
Fjárskoðun þessa framkvæma dýralæknar, að
svo miklu leyti sem til vinnst, en annars hæfustu
menn, sem völ er á á hverjum stað.
h. Sjúkt te sé einangrað eftir því, sem framast er
unnt, fyrst meðan það er í húsi og síðan í haga-
girðingum eða á öðrum fjárheldum svæðum.
c. Fenginn sé valinn erlendur sérfræðingur, svo fljótt
sem unnt er, til þcss að vinna að rannsókn á sauð-
fjárpestinni.
d. Skipaður verði sérstakur framkvæmdastjóri, til
j)ess að sjá um framkvæmd hinna almennu var-
úðarráðstafana, og hal'i hann sér til aðstoðar einn
inann úr hverju héraði. Skal hann valinn af sýslu-
nefnd.“
Greinargerð :
Nefndin lítur svo á, að jafnframt því, sem unnið er
að rannsókn á orsök og eðli borgfirzku sauðfjárpestar-
innar, lieri nauðsyn til að ýtarleg skoðun á sauðfé fari
sem fyrst fram, að minnsta kosti í þeim héruðum lands-
ins, þar sein mikið hefir borið á ormaveiki og lungna-
jiest í sauðfé hin síðari árin. Þar sem ýmsar fullyrð-
ingar læknisfróðra manna um veikina eru fullkomnar
andstæður, telur nefndin rétt að slík skoðun sé gerð.
Má í því sambandi benda á, að elzti dýralæknir lands-
ins, S. E. Hlíðar, fullyrðir að hann hafi oft í starfi
sínu séð sömu sjúkdómseinkenni eins og nú hjá borg-