Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 231
BUNAÐARKIT
211
eí'ni til þess, að reyna að finna nýjar leiðir þegar
aðrar lokast. Þetta hefir líka verið gert, að því er
snertir sölu sjávarafurða, og nokkuð unnist. Nú verð-
ur ekki betur séð en að liefja verði svipaðar aðgerðir
vegna landbúnaðarins.
Svo sem kunnugt er fer sala á íslenzku kjöti í Nor-
egi minnkandi frá ári til árs, auk þess sexn þetta
hefir reynst neyðarsala, sérstaklega síðustu árin. Og
jafix vitanlegt er líka hvaða takmörkunum það er
bundið, hve mikið má fIytja héðan af frosnu kjöti
til Bretlands. En þetta hafa verið og eru exxn aðal-
sölustaðirnir í iitlöndum.
Nú verða hændur að krefjast þess, að gerð verði ýt-
arleg gangskör að því, að fá rýmkuð söluleyfi þar senx
tiltækilegast þykir. Verður að teljast tímabært að
hreyl'a þeim málum nú, eftir þeim stefnum sem liólað
hefir á nú að síðustu. Jafnframt sé leitað nýrra
markaðsstaða, meðal annars í sambandi við hreyttar
verkunaraðferðir t. d. hraðfrystingu og ef til vill fleira.
Þessi aðferð, hraðfrystingin, er talin að hafa ýmsa yfir-
hurði yfir aðrar rotvarnir og því sjálfsagt vert að veita
þeim nýjungum athygli í sambandi við nýja markaðs-
leit fyrir íslenzkt dilkakjöt.
Út af 2. lið tillögunnar vill nefndin taka það fram,
að henni er fullkomlega ljóst, hve margt kemur til
álita þegar ákveða skal verðlag á kjöti á innlendum
markaði, og er það lengra mál en svo, að það verði
rakið hér. Hinsvegar er auðsætt, að framleiðsla í hverri
grein sem er, getur því aðcins þrifist að tilkostnaðar-
verð fáisl l'yrir það sem framleitt er. Nú er það vitan-
legt, að hændur hafa átt við það að húa um áraraðir,
að fá minna fyrir vöru sína en með þurfti til að skapa
þeim lífvænleg afkomuskilyrði, og er þá auðséð hvert
stefnir þegar lil lengdar lætur. Og hverjir verða til
þess að gerast hændur, þegar stundir líða, ef slíku við-
horfi fæst ekki breytt.