Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 236
BÚNAÐARRIT
21(5
Búnaðarþingi, sendi hann stjórninni samkvæmt ósk
hennar, stutt yfirlit um hvað hann telur mest aðkall-
andi að gert sé til eflingar íslenzkri sauðfjárrækt.
Fyrst og fremst leggur hann áherzlu á þörfina fyrir
að rækta og kynbæta okkar íslenzka fé. Bendir hann
þar á nokkur atriði, sem einltum komi til greina, þar á
meðal telur hann nauðsynlegt að fjölga fjárræktar-
húum þeim sem nú sarfa um 1—2, og að hreyta nokk-
uð um ræktunaraðferðir á flestum búunum.
í öðru lagi telur hann nauðsynlegt, að hæta dilka'-
kjötið, og gerir tillögur um, hvernig þeim árangri
verði náð.
Og í þriðja og fjórða lagi, álítur liann sjálfsagt a&
syrkja starfsemi bús, þar sem erlent holdafé sé hrein-
ræktað, og stofnuð séu nokkur tilraunabú, þar sem
gerðar væru tilraunir með erlent kynbótafé til blend-
ingsræktar. Gerir hann um það efni margvíslegar til-
lögur.
Nefndin athugaði þessar tillögur, og ræddi þær ýtar-
lega. Er það einhuga álit nefndarinnar, að þær séu
mjög athyglisverðar, og rétt sé og nauðsynlegt, að taka
þær til framkvæmda eins fljótt og unnt er. En nefndin
verður að líta svo á, að heppilegast sé þó að híða með
framkvæmdirnar, þangað til hinn fyrirhugaði fjár-
ræktarráðunautur hefir lokið námi og getur tekið að
sér að leiða þessa starfsemi.
Enn fremur telur nefndin varlegra að ráðast ekki
í nýjan eða sérstakan kostnað í þessu skyni, meðan
ekki er séð hvort sauðfjárpestin, sem nú geysar, verð-
ur stöðvuð.
Nefndin leggur því til, að Búnaðarþing samþykki
eftirfarandi
Á 1 y k t u n :
Búnaðarþing ályktar:
Að fela stjórn Búnaðarfélags íslands, að hafa undir-
búning með, að tillögur þær um sauðfjárræktina, sem