Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 243
B Ú N A Ð A H R I T
223
„Búnaðarþingið lítur svo á, að beinir slyrkir eða
verðlaun vegna kornyrkju iniðað við framleiðslu, á-
kveðin aí'köst eða skipulag ræktunarinnar, verði að
veitast úr ríkissjóði á líkan hátt og stuðningur til
kartöfluræktunarinnar, en það sé Búnaðarfélagi ís-
lands ofviða að ganga inn á þá braut, enda tæplega
tímabært ennþá.
Hinsvegar vill Búnaðarþingið beina því til stjórnar
Búnaðarfélags Islands, að bún hlutist til um, að
skýrslum verði safnað um kornyrkju í landinu, svo
bægt sé að taka þetta mál til undirbúnings. Enn frem-
ur að hún afli upplýsinga um tæki og útbúnað, til
þurrkunar á korni og láti gera athuganir á því, hvernig
þurrkun þess verði framkvæmd á sem hagkvæmastan
og ódýrastan hátt, svo hægt sé að láta kornræktar-
mönnum í té, sem öruggastar upplýsingar þar að
lútandi."
Mál nr. 24.
Erindi Jáns II. Fjalldal, um viðauka við nijbýlalög-
gjöfina.
Jón H. Fjalldal bar fram viðauka við nýbýlalög-
gjöfina, se.m felur í sér eftirfarandi breytingar við hana:
1. Að lögfest sé veðleyfi í landi nýbýlis, sem stofn-
sett er í landi jarðar, sem fasteignaveð hvílir á.
2. Að skipting jarða í nýbýli, með yfirfærzlu skuldar
á nýbýlishafa geti komist i framkvæmd.
3. Að Alþingi auki að miklum mun tillag til Nýbýla-
sjóðs.
Jarðræktarnel'nd bar fram svohljóðandi tillögu í
málinu, og var luin samþykkt með 13 samhljóða at-
kvæðum:
„Búnðarþingið telur nauðsynlegt, og vill eindregið
mæla með því við lánsstofnanir landsins, að þær
greiði fyrir um stofnun nýbýla, með því að leysa veð-