Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 266
B Ú N A Ð A R R I T
24(5
þarfnast, ættu að vera viðráðanleg og hæfa lillum um-
dæmum.
Ekki væri það óeðlilegl, að auk þess sein Búnaðar-
félag Islands veitti almenningi allar upplýsingar um
notagildi og ai'köst þessara véla, veitti það einnig styrk
til kaupa hinna fyrstu véla.
Mál nr. 27 og 4.7.
Tillögur stjórnar B. /. um mcnntun héraðsráðu-
nauta og Frumvarp til laga um bændaslcóla.
Stjórn Búnaðarfélags íslands lagði fyrir Búnaðar-
þingið erindi um framhaldsnám við annanhvorn hænda-
skólann, sem veiti héraðsráðunautum nægilega undir-
húningsmenntun. Erindið er á þessa leið:
Við endurskoðun laga Búnaðarfélags íslands, sem
framkvæmdur var undirbúningur að af milliþinganefnd,
sem skipuð var þeim Jakob H. Líndal, Lælcjarmóti,
Jóni Hannessyni, Deildartungu, og Sigurði E. Hlíðar,
Akureyri, var lagður nýr grundvöllur að starfsemi biin-
aðarsambandanna.
Samkvæmt tillögum nefndarinnar skyldu búnaðar-
samböndin liafa fasta starfsmenn, héraðsráðunauta, er
væru launaðir af samböndunum. Er gert ráð fyrir að
tala héraðsráðunautanna sé 14, og lagði nefndin fram
ákveðnar tillögur fyrir skiftingu á starfssvæði þeirra.
Samkvæmt tillögum nefndarinnar skyldu aðalstörf
héraðsráðunautanna vera |>essi:
1. Að vera trúnaðarinenn Búnaðarfélags íslands, vegna
jarðræktarlaganna. Hafa þeir á hendi úttekt og mæl-
ing jarðabóta hjá búnaðarfélögum hreppanna. Sömu-
leiðis getur Búnaðarhanki íslands falið þeim yfir-
eftirlit með jarðabótuin og húsabótum, sem bank-
inn hefir lánað fé til.
2. Að veita bændum á sambandssvæðinu leiðbeiningar
um undirbúning allra þeirra jarðræktarfyrirtælcja,
sem ekki eru það umfangsmikil og vandasöin, að