Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 293
BÚNAÐARRIT
273
Sömuleiðis gefur félagið út sérstakar skýrslur um nið-
urstöður þeirra rannsókna, er félagið hefir með hönd-
um, og fá undirdeildir félagsins og búfjárræktarfélög
þær ókeypis.
Ennfremur skal félagið, svo oft sem tækifæri er til,
hlutast til um, að skýrt sé l'rá starfsemi þess á hænda-
námsskeiðum eða öðrum þeim samkomum, er lientug-
ar þykja í því skyni.
Fræðslu þessa skulu veita starfsmenn og stjórn Bún-
aðarfélags íslands, þar sem því verður við komið.
5. gr.
Félaginu stjórnar fulltrúaráð, er nel’nist Búnaðarþing.
Það kýs stjórn félagsins, er fer með málefni þess milli
þinga.
6. gr.
Hreppabúnaðarfélög, sem vinna saman að landbún-
aðarmálum, undir yfirstjórn Búnaðarfélags íslands,
nefnast búnaðarsambönd. Skipta má samböndum þeim,
sem nii eru, með samþykki Búnaðarþings. Þó skal ekk-
ert þeirra ná yfir minna svæði en sem svarar einu
sýslufélagi, og hafa að minnsta kosti 300 kjósendur
til Búnaðarþings, er skiptin fara fram.
7. gr.
Hvert búnaðarsamband skal kjósa íulltrúa á Búnað-
arþing. Tala búnaðarþingsfulltrúa fer eftir tölu kjós-
enda til Búnaðarþings, innan hvers sambands, þannig
að kosinn sé 1 fulltrúi fyrir hverja 300 kjósendur, og
ennfremur 1 i'yrir brot úr þeirri tölu, sé það meira en
V:\ hennar, og jafnmarga til vara. Kosningin gildir til
4 ára. Á Búnaðarþingi eiga ennfremur sæti en ekki at-
kvæðisrétt, stjórn félagsins og búnaðarmálastjóri.
Ráðunautar félagsins eiga þar tillögurétt og málfrelsi.
Búnaðarmálastjóri er ekki kjörgengur á Búnaðarþing.
18