Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 311
BÚNAÐARRIT
291
Allan tilraunatímann fengu kýrnar sama stráfóður
og þeim hafði áður verið gefið, og voru þær fóðraðar
eftir sömu reglum. En kjarnfóðurblöndunni var
breyft þannig, að karfamjöli var bætt í hana á þann
hátt sem hér segir:
C-kjarrifóður-blöndunni var breylt
frá
30 kg. Solsikkekökur
30 -— Hömullarfræskökur
20 — Kokoskökur
10 -- Sesamkökur
10 Bapskökur
til
30 kg. Solsikkeköluir
.70 — Karfamjöl
20 -— Kokoskökur
10 Sesamkölcur
10 — llapskökur
Alls 100 kg. fóðurblanda. 100 kg. lóöurblanda.
Þessi nýjii kjarnfóðurhlanda (nefnd C) með karfa-
mjöli var einnig notuð í aðra kjarnfóðurblöndu (A)
sem gefin var tilraunaflokki F. Á þennan hátt fengu
tdlar tilraunakýr ca. 0,57 kg. af karfamjöli á dag hver,
og auk þess fengu mjólkurhæztu kýrnar, sem mjólkuðu
yfir 12 kg. á dag viðhót er nam 0,04 kg. karfamjöl fyrir
hvert kg. mjólkur 4% mjólkurfeiti, sem þær mjólk-
uðu yfir 12 kg á dag.
Kýr, sem til dæmis mjólkaði 22 kg. á dag, fékk sam-
kvæmt þessu 0,57 + (0,04 x 10) = 0,97 kg. karfa-
mjöl. Tilraunatíminn stóð yfir nálægt 6 vikum og end-
:iði um miðjan marz.
í lok tilraunatímans var aftur húið til smjör úr
mjólk tilraunakúnna. Þetta tilraunasýnishorn var rann-
sakað að því er snertir A- og D-vitamínmagn.
Smjörsýnishornin voru gerð á Tilraunamjólkurbúi
ríkisins, en voru send af landbúnaðartilraunastofnun-
inni til vitamintilraunastofu ríkisins til rpnnsóknar.
Hinar 10 tilraunakýr mjólkuðu, þegar tilraunirnar
hyrjuðu, að meðaltali 18.7 kg. með 3,75% feiti. Mjólk-
urmagn hjá hverri kú var frá 13,6 lil 25,0 kg. í lok til-
raunanna, um miðjan marz, var meðalmjólkurmagnið
15,7 kg með 3,75% feiti og var mjólkurmagnið hreyti-
legt frá 10,2 til 23,9 kg. fyrir liverja kú.