Búnaðarrit - 01.01.1937, Side 335
B U N A Ð A R R I T
315
inu. Gainalt orðtak segir, að „ef bóndinn eyði l>á brenni
búið hálft, en ef húsfreyjan eyði, J)á brenni það allt.“
Ég skil orðsháttinn svo, að eyðsla húsfreyjunnar sé
hættulegri en eyðsla bóndans, af því að hún þurfi að
láti úti af eignum búsins alla daga ársins, og oft á dag,
en bóndinn mikið sjaldnar. Að vetrinum er ekki rétt
að gera þennan mun hjónanna, því hvort þeirra fóðrar
sinn hluta heimilisins.
Þá ægir mörgum sú ógnar fyrirhöfn að eiga að vigta
féð þrisvar á vetri, og það þó það sé ekki nema 1 kind
al' hverjum 10. Reynslan segir það öndverða. Flestum
bændum fer svo, að þegar þeir hafa vigtað fé sitt
þrisvar á vetri, í nokkra vetur, þá fara þeir að vigta
það í hverjum mánuði. Þeir vilja ekki neita sér um
þær upplýsingar sem þetta erfiði veilir þeim. Þá reka
þeir sig á þau sannindi ,að það er elcki nóg að segja,
að vorþungi fjárins sé jafn og haustþunginn, svo tekið
sé dænii, eða annað þvílíkt lögmál sett. Það er sitt
hvað að halda ánni við allan timann frá hausti til
vors, eða láta hana leggja svo eða svo mikið af framan
af vetri og bæta hana síðar, svo að haustþunginn ná-
ist. — Eftir þeirri reynslu, sem fengin er í fóðurbirgða-
félögunum, virðist sem aflagning á ám megi vera því
meiri fram i miðjan des. sem ærnar eru feitari að
hausti og þar sem ær eru mjög feitar þurfa þær að
leggja af. Þær vinna enga hreysti við að rogast si og
æ með mjög miklar birgðir forðanæringar — mör og
kroppsfeiti — og hafa þá ríkulegt viðhaldsfóður. I
gamla Fellshrepps félaginu var það sett sein lögmál,
að allar ær héldu haustþunga til vors. Kom þá í Ijós
að veturgamlar ær og geldar ær frjóvguðust varla.
Þegar ég segi þetta, þá verð ég einnig að minna á, að
þessar ær gengu í mjög góðu sumarlandi, og voru því
vel feitar.
Því magrara sem sumarlandið er, þess minni forða
safnar féð yfir sumarið, bg sé landið magurt, mega