Búnaðarrit - 01.01.1937, Blaðsíða 342
:;j22
BÚNAÐARRIT
liey en fyrr er sagt, 1. d. ef beit helzt lengi. Þá getur
Jjessi kjarnfóðurskammtur nægt með henni, nema ofur-
lítið af heyi annanhvorn dag til að hinda lýsið. Ef
kjarrifóður væri ekki gefið legði féð af, en lil lítils að
gefa hrakið hey með beit, féð fær u.m það bil eins gott
fóður úti, og hrakta heyið er, aðeins meiri fyrirhöfn.
Sú fóðrun myndi enda með því, að það yrði að hætta
að beita fénu, eða það legði of mikið af, hvorugt það
er hagsýni.
Um hrossin tjáir lítið að tala. Þar endurtekur sig
víða gamla sagan, þau eru sett á beitina og eitthvað af
rudda sem engin önnur skepna vill. Þetta hefir löng-
um þótt nógu .gott handa þeim, en gleymið þó ekki, að
þeim er dýrmæt liver munnfyllin sem þau fá af síld eða
öðru fiskmeti, með þessu fóðri, ef fullorðnu hestarnir
eiga ;tð ganga svo undan vetri, að þeir geti unnið fyrir
búunum að sumri, hryssurnar komið upp korkulaus-
um folöldum og tryppin haft þann vöxt og viðgang að
þau síðar geti orðið dugandi hross.
Þó að ég hal'i mi talað um hvernig kjarnfóður yrði
notað af mestri hagsýni og sé þess fullviss að það sé í
aðalatriðum rétt þá er mér Ijóst, að mörgum spurn-
ingum þessu viðvíkjandi get ég ekki svarað. Til þess
vantar mig reynslu, og fóðurbirgðafélögin eru of fá og
flest ung, svo þau eiga enn langt í land að svara þeim
öllum lil hlítar. Hilt er augljóst, að þetta er eitt af
þeirra aðal verkefnum, að upplýsa málið til hlítar. Þá
er það einnig þeirra verkefni, að fá menn til að skilja
þýðingu heyfyrninganna. Aðeins i skjóli þeirra er hægt
að bera af sér sumarharðindi, svo að búið líði ekki,
og það er verkefni fóðurbirgðafélaganna að styðja
menn að þessu, með því að athuga hvernig eigi að
fóðra svo, að búin verði arðgæf, og hvernig sé hægt að
nota kjarnfóður af mestri hagsýni. Eins og nú er farið
afstöðu verkakaups til afurðaverðs, verður flestum
bændum um megn efnalega að auka svo fólkshald að