Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 9

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 9
S U N N A 5 margar farnar frá Portúgal og Spáni suður með Afríku, til þess að komast svo austur á bóginn. En ferðir þessar gengu fremur illa, vegna þess að margar hættur og ýmsir örðug- leikar mættu sjómönnunum. í fyrndinni höfðu menn haldið, að jörðin væri flöt eins og kaka, en um þetta leyti voru ýmsir komnir á þá skoðun, að jörðin væri hnöttur. Kolumbus var einnig þeirrar skoðunar. Datt honum í hug, að styttra myndi til Indlands með því að sigla í vesturátt, úr því að þessi óraleið var austur á bóginn. En samgöngur við Indland voru nauðsynlegar, vegna ýmsra ger- sema og dýrindis varnings, sem þaðan kom. Kolumbus sigldi svo frá Spáni í vesturátt. Eftir margar vikur komu þeir loks að landi, sem Kolumbus hélt að væri Indland austanvert eða Indlandseyjar. , ... n 11 Indianatjald. Notio þyKkan pappa En SVO var ekki. Þetfa voru undir. Bindið samnn fjórar tágar eyjar þær VÍð Ameríku, sem eða mjóar spýtur og hafið fyrir kallaðar eru Vestur-Indíur og tjaldsúlur. Borið göt í pappann, draga nafn sitt af þessari hug- 'Í' Þess aö festa endunum í. Undir , T, , , , ,, , tjaldið má einnig nota leir, ef til er. mynd Kolumbusar um Indland. Mennirnir, sem áttu þarna heima, voru svo nefndir Indíánar. Indíánarnir, sem áttu heima í þessari stóru og auðugu heimsálfu, voru býsna fjölmennur þjóðflokkur, sem hvergi annarstaðar á byggðu bóli átti sinn líka. Þeir voru eirrauðir á hörund, kinnbeinaháir með stórt og breitt nef og dökkeygir. Hárið var mikið, dökkt og strítt, sem skiftist yfir miðju enni, jafnt á körlum sem konum. Þetta voru náttúrubörn, sem lifðu að ýmsu leyti steinaldar- lífi, það er að segja, þeir notuðu enn þá ýms áhöld úr steini. En þetta var hraustur og kjarkmikill þjóðflokkur, sem barðist

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.