Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 29

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 29
S U N N A 25 sköpulag þeirra er einmitt svona, en ekki einhvernveginn öðruvísi. Fyrst skal á það minnt, að á þeim gripum, sem safnað er í sjó, er dálítið salt, sem mundi skemma þá, ef þeir væru þurrkaðir og lagðir til geymslu með því. Þarf því að skola saltið vandlega af með volgu vatni. I skeljum og kuðungum eru lindýr, sem losa þarf og hreinsa vandlega úr, áður en þessir hlutir eru lagðir til geymslu- Annars rotnar þetta og veldur fýlu og óþrifnaði. Hreinsunin verður auðveld, ef kuðungurinn eða skelin er soðin stundar- korn. Af stórum skeljum og bobbum dugir að hafa eitt eða fá eintök, en fleiri af smærri tegundum. Sjálfsagt er að velja myndarlegustu eintökin, sem kostur er á, heil og óskemmd, helzt sem minnst vatnsnúin. Af skeljum á að hafa samlokur, en ekki stakar skeljar. Krossfiska, marflækjur, marflær, þanglýs og annað slíkt má varðveita þurrkað, en ekki má gleyma að skola saltið af fyrst. Nokkru meiri vandi er að hreinsa krabba, því að taka þarf innan úr þeim innýfli og »fisk«, annars rotnar allt í sundur. Bakskjöldurinn er losaður af og skelin hreinsuð vand- lega að innan. Kræla má innan úr örmunum með beygjan- legum vírspotta (varlega!). Eftir það er krabbinn þurrkaður og bakskjöldurinn límdur á. Skepnan þarf að vera í eðlilegum stellingum, meðan hún þornar. Ekki er vert að sjóða krabba til að gera hreinsunina auðveldari, því að þá skipta þeir lit. ígulker er hreinsað á líkan hátt og krabbi — »4ennurnar« teknar úr því og innvolsið plokkað út um opið. Þarf að hreinsa það vandlega, utan og innan. Sunnu þætti afargaman að frétta frá þeim, sem nota þess- ar leiðbeiningar um söfnun náttúrugripa. Og ef þið verðið í vafa eða vandræðum með eitthvað viðvíkjandi söfnuninni, þá skulu þið bara skrifa okkur. Þó nú væri, að við viljum hjálpa ykkur með starf, sem er svo skemmtilegt fyrir ykkur og gagn- legt fyrir skólann ykkar! A. S.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.