Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 14

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 14
S U N N A Indíánana undan sér og hrakið þá af þeim stöðum, sem bezt var að dvelja á. En rauðu mennirnir fylltust hatri gegn þessum hvítu yfirgangsseggjum og notuðu hvert tækifæri til þess að læðast að hvítu mönnunum. Tókst þeim stundum að ná hvítum mönn- um á vald sitt og Iéku þá grimmdarlega. Þótti það mikill heiður meðal Indíána að koma með höfuðleður af hvítum mönnum eftir bar- daga. En allt af fluttust fleiri og fleiri hvítir menn til álfunnar og allt af þokuðust Indíánar und- an þeim. Loks fór þó svo, að þessir tveir kynstofnar, rauðir menn og hvííir, leituðu sátta og hættu að eiga í grimmum bardögum. En hvítu mennirnir vildu ráða mestu og láta Indíána lúta lögum sínum. — Indíánar hafa þó víðast hvar verið saman í flokkum og haldið siðum sínum, en á seinni tímum hafa margir tekið upp háttu hvítra manna. Eru margir Indíánar nú vel menntaðir. Sumir ættflokkar rauðskinna lifa þó utan við menninguna. Þeir hafa margir stórar hjarðir kinda og geita, ennfremur fjölda hesta. Margir Indíánar búa sig nú eins og hvítir menn. Þó hafa þeir ýms einkenni í fatnaði. Þeir hafa skreytt sig með fjöðr- um og nota skrautleg herðasjöl. Oft koma Indíánar til borganna, til þess að selja varning sinn. Hafa þeir marga sérkennilega hluti að bjóða, t. d. skinn ísaumuð perlum, dýrahorn, perl- ur og talnabönd, skrautleg sjöl og fjöllifar, glæsilegar ábreiður, sólalausa skó, körfur og leir- muni. Þó að Indíánar hafi samið sig nokkuð að siðum hvítra manna, lítur út fyrir, að menn- ing hvítu mannanna eigi ekki 10. mYnd. Snjóskór Indíána. Skorið úr pappa, botninn þræddur með hör eða öðrum mjóum þræði. 10 9. mynd. Snjóskó v Indí- ána. Skerist úr pappa.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.