Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 11

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 11
S U N N A 7 þorp með þessum bústöðum, svo að autt svæði var í miðjunni. Þetta hringsvæði var svo samkomustaður þeirra og leikvöllur. A kvöldum komu þeir þar saman eftir veiðiferðir, kyntu bál, settust kring um það og störðu inn í eldinn. Veiðimenn sögðu frá viðureign við dýr og frá hættum, sem þeir höfðu lent í eða sögur af fræknleik sínum. Ættarhöfð- inginn talaði þá til ættar sinnar og sagði fyrirætlanir sínar. Loks var stíginn dans kringum bálið og þegar rökkrið sígur yfir skóginn og hæðimar í kring, fljúga neistar Indíána- Indíánabátur. Skerið þella úr pappa. Stækkið myndina og brjótið saman eflir punklalínunni. bálsins út í myrkrið, flöktandi bjarma slær á rauðskinnana og dansendurnir æsast með söng og einkennilegum hljóðum og ópum. Þannig dansa þessi villtu náttúrubörn með hoppi og stökk- um, einkennilegum fótaburði, fálmi og ýmsum svipbreytingum, þangað til bálið dofnar og bjarminn hverfur af svæðinu, þá skreiðist fólkið undir skinntjöldin, en svartamyrkrið og þögnin Iegst yfir Indíánabyggðina. Indíánum þykir vænt um börnin sín. Mæðurnar annast börnin venjulega, þangað til þau eru fullþroskuð. Mæðurnar bera börnin í skinnpokum á bakinu, meðan þau eru lítil, en litlu ögnunum líður vel í skinnhreiðrunum sínum og gægjast brosandi upp úr pokanum, þegar vel liggur á þeim. Stundum

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.