Sunna - 01.10.1932, Qupperneq 20

Sunna - 01.10.1932, Qupperneq 20
16 S U N N A myndir, skornir hlutir úr tré og beini, og teikningar. Sem myndhöggvari leggur hann einkum stund á mannamyndir, og svo snjall er hann á þær, að þvílíkt er sem kaldur steinninn fái líf og sál í höndum hans. Hátíðarárið 1930 kom út vönduð bók með 200 myndum af listaverkum Ríkarðs. Eiga menn því kost á að kynnast list hans, þótt eigi geti þeir veitt sér aðgang að sjálfum listaverkunum. Hér birtir Sunna myndir af þremur listaverkum Ríkarðs, og er sín mynd úr hverri þeirra þriggja listgreina, sem hann stundar. Höggmyndin er af P. Nielsen fuglafræðingi og verzl- unarstjóra, dönskum manni, sem lengst æfi sinnar átti heima á Eyrarbakka og vann mikið starf í íslenzkri fuglafræði. Hann gaf barnaskólanum á Eyrarbakka náttúrugripasafn sitt, þegar hann var 80 ára, mjög merkilegt safn, og lét skólinn gera mynd þessa í þakklætisskyni. Skurðmyndin sýnir fiskimann, sem dregur lúðu úti á miðum. I myndinni kemur fram þatigstíll, sem Ríkarður hefir fundið upp og notað á ýmsum verkum sínum, og hefir vakið töluverða at- hygli. — Teikningin af tröllamömmu skýrir sig sjálf. A. S.

x

Sunna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.