Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 20

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 20
16 S U N N A myndir, skornir hlutir úr tré og beini, og teikningar. Sem myndhöggvari leggur hann einkum stund á mannamyndir, og svo snjall er hann á þær, að þvílíkt er sem kaldur steinninn fái líf og sál í höndum hans. Hátíðarárið 1930 kom út vönduð bók með 200 myndum af listaverkum Ríkarðs. Eiga menn því kost á að kynnast list hans, þótt eigi geti þeir veitt sér aðgang að sjálfum listaverkunum. Hér birtir Sunna myndir af þremur listaverkum Ríkarðs, og er sín mynd úr hverri þeirra þriggja listgreina, sem hann stundar. Höggmyndin er af P. Nielsen fuglafræðingi og verzl- unarstjóra, dönskum manni, sem lengst æfi sinnar átti heima á Eyrarbakka og vann mikið starf í íslenzkri fuglafræði. Hann gaf barnaskólanum á Eyrarbakka náttúrugripasafn sitt, þegar hann var 80 ára, mjög merkilegt safn, og lét skólinn gera mynd þessa í þakklætisskyni. Skurðmyndin sýnir fiskimann, sem dregur lúðu úti á miðum. I myndinni kemur fram þatigstíll, sem Ríkarður hefir fundið upp og notað á ýmsum verkum sínum, og hefir vakið töluverða at- hygli. — Teikningin af tröllamömmu skýrir sig sjálf. A. S.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.