Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 25

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 25
S (J N N A 21 og snævi þakin. Þá er það ekki tilkomuminnst sjón í góðu sólskini, að líta á rennisléttan fjörðinn og á skip í fjarska spegla sig í honum. Þá sér maður líka í sömu átt í góðu veðri snævi þakinn ]ökulinn, þar sem hann rís hæst af fjöll- unum, sem sjást lengst í vesturátt frá holtinu. Agnar Lúðvíksson (14 ára). Ég á heima langt, Iangt norður í landi. 1. Ég á heima langt, langt norður í landi. Ekki er hægt að gleyma hve gaman er að eiga heima á Fróni. 2. Ég man, þegar ég var við Norðurá. Hún glitraði sólgeislum í. Þar voru grænir vellir og bláir tindar fjalla og fagrar skógarhríslur, sem breiða grænar, fagrar greinar út. 3. Ég man. þegar ég sat hátt uppi í tré, eins og fagur Islands fugl, og söng fögur ljóð. Hæ, hæ og hó, ég á heima á Fróni. Sigríður Björnsdóttir (10 ára), Rvík. FuIIveldisdagurinn. 1 gær fór ég niður að stjórnarráðshúsinu. Þar sá ég margt skrítið. Þar var haldin ræða yfir minnismerki Hannesar Haf- steins. Og það voru líka sungin fáein lög og spilað á lúðra, og svo má ekki gleyma því, að það var slegið í takt. Svona gengur það, þegar er verið að vígja. Friðrik Jónsson (10 ára), Rvík. Úr stíl: Þegar maður lítur yfir sveitina má sjá vötn og læki, sem liðast hægt og hljóðlega fram gróðurríka sléttuna. Utsýnið er fagurt. I fjarska sést blána fyrir fjallahringnum í kring og

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.