Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 33

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 33
S U N N A 29 það, áður en hann er kominn í röð, má hinn taka það og hlaupa með það heim til sín. Þá er hinn fyrnefndi fangi. 2. Svartigaldur. Innileikur. Tveir leikendur verða að kunna leikinn, en skemmtilegast er, að allmargir af hinum kunni hann ekki. Annar sá, sem kann, fer fram. Hinir koma sér saman um einhvern hlut, sem hann á að vita hver er, þegar hluturinn er nefndur eða á hann bent. Segjum það sé tunglið. Nú kemur sá inn, sem frammi var, og hinn, sem leikinn kann, fer að spyrja hann, t. d.: Er það gólfið? Er það nefið á kennaranum? Er það hlaðan á Hóli? Er það svartur hundur? Er það tunglið?« Sá, sem spurður er, svarar nei, þar til spurt er um það rétta, þá segir hann já, en hann veit, hvenær það er, á því, að næst á undan er alltaf spurt um eitthvað svart. (Er það svartur hundur, taflan, skórnir hans Jóns, skósverta o. s. frv.; eða er það þetta? og bendir á svartan hlut.) Þeir, sem kunna leikinn ekki, reyna að komast eftir, í hverju galdurinn liggur. Þú getur sjálfur búið til leiki svipaða þessum. Sitt af hverju. Skólaferðir. Víða erlendis gera kennarar mikið að því, að ferðast með skólabörn á inerka staði, svo að þau fræðist um þá og landið af eigin sjón. Slíkt er mjög hægt, þar sem járnbrautanet liggja um löndin, og fargjöld fyrir hópa skólabarna eru sett afarlág, ekki sízt ef ríkið á járnbrautirnar. Hér á landi er örðugra um ferðalög og þau dýrari og seinlegri, enda starfa skólar okkar ekki á þeim tíma árs, sem beztur er til ferða- laga og útináms. Þó hafa skólaferðir hafizt hér á landi hin síðustu ár og þeim hlýtur að fjölga á næstu árum.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.