Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 12

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 12
8 S U N N A 5. mynd. Indíánabátur fullgerður. Stafnana má líma sam- an eða sauma. Gott er einnig að nota heftivé), ef til er. Bátinn má svo lita með krítarlifum eða vatnslitum. heyrist líka grátur úr pokanum, en þá leysirmóðirinskjóð- una af sér og hugg- ar þann sem grætur. Þegar börnin stálpast eru það mæðurnar, sem kenna bæði drengj- um og stúlkum að veiða dýr og fisk. Þær láta þau einnig busla í vatninu, kenna þeim að synda og róa á Indíánabátunum, sem eru öðruvísi en okkar bátar. Börnin velja sjálf nafnið sitt í sumum ættum Indíána. Þegar börnin eru 12 til 13 ára, kemur það fyrir einhvern morguninn, að í staðinn fyrir venjulegan mat er þeim borin skál, sem er full af viðarkolum. Börnin vita þá hvað til stendur. Þau eiga að fara út í skóginn og svelta þar. Þau rangla svo um í skóginum, þangað til þau eru orðin úr- vinda af þreytu og hungri og sofna undir einhverju trénu. Ef þau dreymir þá eitthvert dýr, velja þau nafn sitt eftir nafni dýrsins, en þetta dýr er svo álitið heillavera eða heillaandi barnsins. I þessum ættum eru drengir og telpur gift, þó að þau séu ekki eldri en 14 ára. Indíánarnir velja venjulega hraustustu og sterkustu stúlkurnar, því að þær eru látnar vinna svo mikið. Veikbyggðar og fíngerðar stúlkur eru lítils metnar. í öðrum ættum Indíána verða piltarnir að kaupa stúlkurnar af feðrum þeirra. Þegar einhver piltur hefir hug á að giftast stúlku, skreytir hann sig á sem beztan og prýðilegastan hátt, stígur á bak fallegasta hest- inurn sínum og ríður að tjaldi stúlkunnar, sem hann hefir augastað á. Svo ríður hann kring um tjaldið og bíður stundum dag eftir dag, þangað til stúlkan kemur út. Ef stúlkan vill 6. mynd. Indíánaöxi. Not- ið pappa. Legg- ið pappann tvö- faldan. Skerið svo myndina úr.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.