Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 16

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 16
12 S U N N A framkvæmd. Hún var í stuttu máli sú, að allir drengir skól- ans skyldu koma saman einhverja nóttina, og ryðja veginn heim að skólanum, án þess kennarinn né nokkur annar vissi, fyrr en því væri lokið. Sjálfur tók Svenni að sér að fá lánuð verkfæri vegamanna hjá pabba sínum. Klukkan að ganga eitt laugardagsnóttina eftir voru allir drengir skólans, 23 að tölu, komnir saman við skólahúsið. Það, sem til stóð, var svo æfintýralegt og »spennandi«, að enginn hafði sofnað, en allir biðið þess með óþreyju, að heimafólk þeirra festi svefn, svo að þeir gætu læðst burt. Verkfærin voru sótt í malargryfjuna og tekið til óspilltra málanna að ryðja skólaveginn. Það var unnið af fyllsta kappi og verkið var erfitt, svo að svitinn lak og bogaði af drengj- unum. Sumir steinarnir voru harla þungir og tregir að víkja úr bælunum, sem þeir höfðu fengið að liggja í óáreittir um ómunatíð. En þeir urðu að láta undan sameinuðum átökum stæltra og viljafastra drengja. Verkinu miðaði vel, undir gam- anyrðum, hlátrum og bollaleggingum um áhrifin, sem það hefði. Svenni var auðvitað verkstjóri og skipaði röggsam- lega fyrir. Klukkan að byrja að ganga fimm var verkinu Iokið. Dreng- irnir skiluðu áhöldunum og flýttu sér heim, til þess að hafa tíma til að sofa dúr, áður en þeir yrðu vaktir í skólann. Enginn þeirra vildi koma of seint þenna daginn. Vegamennirnir voru þeir fyrstu, sem sáu nývirkin hjá skól- anum, þegar þeir fóru til vinnu sinnar um morguninn, og urðu næsta hissa. Þeir voru að finna verkfærin sín, þar sem þau lágu í hrúgu í gryfjunni, allt öðruvísi en þeir höfðu skilið við þau, þegar verkstjórinn kom að. Hann sagði þeim söguna um það, sem gerzt hafði um nóttina, og bætti svo við: »Ættum við nú ekki að fara að dæmi drengjanna, piltar, og aka ofaníburði í skólaveginn eftir vinnutíma í dag?« Sú tillaga var samþykkt einum rómi. Mömmum skóladrengjanna í Bakkavík fannst þeir eiga ó- venjulega erfitt með að vakna á laugardagsmorguninn. Og þó höfðu þeir prýðilegustu lyst á morgunmatnum og flýttu sér

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.