Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 17

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 17
S U N N A 13 eins og þeir ættu lífið að leysa af stað í skólann. Þeir voru hér um bil allir komnir á undan kennaranum og stúlkunum, og nutu þess, að horfa á undrun þeirra yfir nýja veginum. Kennarinn vissi ekki hvað hann átti að halda, þegar hann sá breiðan og eggsléttan veg heim að skólanum, í staðinn fyrir grýttan troðning. Hann grunaði þó fljótlega, hvers kyns var, því að hann hafði tekið eftir því undanfarna daga, að drengirnir bjuggu yfir einhverju. Enda komu nú gleðibrosin upp um þá. Kennaranum þótti að vísu afarvænt um nýja veg- inn, en þó gladdist hann hálfu meira yfir þeirri manndáð og fórnarlund, sem verkið sýndi að skóladrengirnir hans áttu til. Ur slíkum drengjum hlutu að verða menn. »Ætli það hafi komið englar af himnum og rutt skólaveg- inn okkar í nótt?« sagði kennarinn, þegar hann kom að barnahópnum, sem stóð við skólahúsið og horfði á nývirkið. »Nei, það voru bara englar hérna úr skólanum*, anzaði Svenni og reyndi að vera alvarlegur. En kennarinn og stúlkurnar hrópuðu margfalt húrra fyrir drengjunum, enda er slíkt oft gert að minna tilefni. — — Það eru mörg ár síðan þessi saga gerðist. Dreng- irnir, sem hún er um, eru fulltíða og nýtir menn, og Svenni er meðal þeirra, sem nú er bezt treyst til að leysa hvers- konar vandræði þjóðar sinnar. En gatan heim að skólanum í Bakkavík er nefnd Sveinsgata manna á meðal, enn í dag. Eg veit ekki, hvort nokkur skóli á núna órudda götu eða annað verkefni fyrir dugandi og sjálfstæða drengi. A. S. Kisuvísa. Kisa greyið kom hér inn, kallaði á matinn sinn. Gef mér meira, æ, æ, æ, ekki nóg af þessu fæ. Fviðrik Jónsson (10 ára), Rvík.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.