Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 23

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 23
S U N N A 19 nótt. Þegar hægt er að hnoða hann, á að taka dálítinn köggul og hnoða hann með höndunum, þangað til hann verður hnöttóttur, og þannig á að gera allar perlurnar. A meðan þær eru linar þarf að gera göt á þær með einhverju mjóu, t. d. nælu, prjóni eða nál. Svo má lita perlurnar með vatnslitum, eftir því sem maður vill. Þegar búið er að lita þær allar, væri gott að láta brenna þær hjá leirsmið, því að þá glansa þær og litirnir fara ekki eins af þeim. Svo á að þræða perlurnar upp á tvinna, helzt þarf að hafa hörtvinna, því að venjulegur tvinni getur slitnað. Svavar Jóhannsson (12 ára). Vorgróður. Saga. Það var einu sinni lítil, fátæk stúlka, sem var búin að missa foreldra sína. Hún hét Guðrún. Hún átti heima í Iitlum kofa úti í skógi. Það var að vísu ekki ríkmannlegt, en það var allt ósköp hreinlegt. Nú var komið aðfangadagskvöld og Gunna sat á rúminu sínu. Hún hafði keypt sér sokka, skó og brúðu. Hún hafði líka keypt svolítið jólatré og kertastokk. Gunna náði í Barnabiblíuna og las jólaguðspjallið. Síðan fór hún fram í eldhús og fór að búa til matinn. Hún 'hafði líka keypt sætabrauð, súkkulaði, brjóstsykur og tvö hangiketslæri. Þá heyrði Gunna allt í einu barið. Hún fór til dyra. Úti stóð lítill drengur, á að gizka 12 ára gamall. »Æ, góða, lofaðu mér inn. Eg heiti Sigurður og er konungssonur. Eg reið út í skóg og hesturinn minn fældist og kastaði mér af baki.« »]á, já, gjörðu svo vel að koma inn,« Hann gekk inn í bæinn og hún bauð honum sæti og færði hann úr blautu sokkunum og lánaði honum aðra þurra. Síðan fór hún aftur fram í eld- hús og matbjó góðan mat. Síðan mötuðust þau. Þegar þau voru búin að borða, fóru þau að spila og spiluðu þangað til klukkan 11, þá fóru þau að hátta.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.