Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 22

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 22
18 S U N N A búsáhöld, tunnur, brúsa, hverfisteina, árabáta og gufuskip, flugvélar og Zeppelin greifa, perlufestar o. fl. o. fl. Börnin áttu venjulega sjálf hugmyndirnar að því, sem þau mótuðu. Þau fengu, hvert um sig, dálítinn köggul í einu. Þegar þau voru búin að móta einhvern hlut, var hann geymdur og lát- inn þorna. Síðan vatnslituðu þau hlutina eftir smekkvísi sinni og gerðu þá fallega, t. d. skófu með hníf þar sem óslétt var. Gaman þótti börnunum seinasta skóladaginn fyrir jólin að Iáta kertin sín standa á borðinu sínu í kertastjökum, sem þau höfðu búið til úr leirnum og málað alla vega. í þessu hefti er frásögn eftir dreng um það, hvernig megi búa til perlufesti úr leir og nota til skrauts. Leirmótun er mjög hentug og ákjósanleg í sambandi við ýmiskonar nám. Nú er ekki víst, að þið eigið kost á því að fá olíuleir eða leir frá Guðm. Kertastjaki úr leir. Einarssyni. En samt getið þið, ef til vill, bjargað ykkur á þessu sviði. — Þið ættuð við fyrsta tækifæri, að athuga nágrenni ykkar og vita hvort þið finnið ekki Ieir, sem hægt er að hnoða. Eg bvst við, að þið munið finna nothæfan leir t. d. við lækjar- farvegi eða árbakka, og þó að hann sé ekki hreinsaður full- komlega, munuð þið finna, að hann getur orðið ykkur til gagns og yndis. »Sunnu« þætti gaman að fá línur frá ykkur, ef þið gætuð sagt henni, að þið hefðuð fundið góðan leir í nágrenni ykkar og notað hann. Þetta getur haft þýðingu fyrir framtíðina. G. M. M. Perlufesti úr leir. Það er vel hægt að gera perlufesti úr leir. Ef leirinn er harður, þá þarf að láta hann í blauta tusku í einn dag eða

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.