Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 24
20
SUNN A
Nú víkur sögunni heim í konungsríki; þar var allt í upp-
námi út af hvarfi konungssonar. Konungur fór af stað og 12
leitarmenn. Þegar þeir höfðu riðið góða stund, rákust þeir á
lítið hús. Þeir börðu að dyrum. Þá kom lítil stúlka út í
gluggann. >Hver er þar?« kallaði hún. »Er hann Sigurður
konungssonur hérna?« spurði konungurinn. »]á,« sagði Gunna
»hann kom hingað í kvöld og sagðist hafa riðið út í skóg
og að hesturinn hafi fælzt. En gjörið þið nú svo vel að koma
inn.« Hún opnaði bæinn. Þeir gengu inn. Þegar konungur
sá son sinn heilan á húfi, varð haun frá sér numinn af gleði.
Gunna fór fram í eldhús og sótti þangað kalt hangikjöt, mjólk
og brauð. Meðan mennirnir voru að borða, vaknaði Sigurður
og varð frá sér numinn af fögnuði, þegar hann sá föður sinn.
Morguninn eftir sagði konungur við Gunnu, að hún skyldi
taka saman allt dótið sitt og koma með sér heim í höllina
sína, og að hann ætlaði að gera hana að prinsessu. Gunnu
brá við, en samt fór hún að tína saman dótið sitt, en hún
gaf gamalli konu húsið sitt. Síðan fóru þau öll af stað. Þegar
þau komu heim í konungshöll, var efnt til dýrlegrar veizlu,
og í þeirri veizlu var Gunna gerð að prinsessu. Og þar með
lýk ég þessari sögu.
Sigríður /ngimarsdóttir (8 ára), Flúðaskóla, Arnessýslu.
Útsýni af Skólavörðuholtinu.
(Prófstíll í Barnaskóla Reykjavíkur vorið 1932. Gefið efni).
Útsýni af Skólavörðuholtinu er nú farið að verða hið glæsi-
legasta, þar sem búið er að reisa hið fagra líkneski Leifs
heppna og byrjað á að grafa fyrir hinu fyrirhugaða torgi.
Fullljóst er það, að ekki verður mikið eftir óbyggt af Skóla-
vörðuholtinu eftir fáein ár, sökum margra góðra kosta, því að
þar er fjarska sólríkt og ágætis útsýni. Til dæmis vildi ég
nefna útsýni yfir Reykjavík, sem er hið glæsilegasta. Þá vildi
ég nefna útsýni yfir láglendið í kring um Reykjavík og
Laugarnar, sem er að mestu leyti ræktuð og afgirt tún, sem
sjálfseignabændur og bærinn eiga. Þá gefur að líta hið fagra
fjall Esjuna, þar sem hún blasir við holtinu, tindum prýdd