Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 32

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 32
28 S U N N A Leikir. 1. Keppikeflið. Útileikur. Tala þátttakenda fer eftir ástæðum, t. d, heill bekkur eða lítill skóli. Kennarinn eða annar, sem til þess er valinn, er dómari og stýrir leiknum. Þátttakendur er skipt í tvo jafna flokka. Flokkarnir ganga í beinar raðir, er snúa andlitum saman, og séu nál. 20 m. milli raða. Leikstjóri stendur við annan enda raðanna, fyrir miðju leiksvæði. »Keppikeflið< (t. d. steinn, spýta, saman- kuðlað bréf eða bögglaður vasaklútur) er látið á jörðina nákvæmlega mitt á milli raða. Þegar leikstjóri gefur merki, hlaupa fram þeir tveir, sem næstir honum standa, sinn úr hvorri röð, að keppikeflinu. Sá, sem fyrri verður til, grípur keflið og hleypur með það heim á sinn stað í röðinni; hinn á eftir og reynir að klukka. Ef hlauparinn með keflið kemst heim óklukkaður, hefir hann tekið andstæðing sinn til fanga, en ef hann er klukkaður, er hann sjálfur fangi. Hver fangi stendur í röðinni hjá þeim, sem tók hann. — Nú er keppi- keflið látið á sinn stað á milli raðanna, næstu tveir menn hlaupa og svo koll af kolli, þar til komið er á raðarenda. Þá er leiknum lokið, og hefir sú röð unnið, sem nú er fjölmenn- ari (hefir fleiri fanga). Halda má og áfram, þar til enginn er eftir í annari röð. I seinni umferðum eru þá fangarnir með þeirri röð, sem tók þá. Ekki er vert að grípa keppikeflið um leið og að því er komið á hlaupi. Framkastið á hlauparanum gerir það að verk- um, að hann verður þá klukkaður, áður en hann fær ráðrúm til að snúa við. Bezt er og skemmtilegast, að báðir keppi- nautar stanzi við »keflið«, standi hvor andspænis öðrum og lúti yfir það, og sitji eins og köttur um bráð um að grípa það hinum að óvörum. Ef sá, sem náð hefur keppikeflinu, sleppir því eða missir

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.