Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 35

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 35
S U N N A 31 við ætlum að senda frá okkur, út í heim. En á því fer okkur fram, að vanda okkur. Nú vill Sunna hjálpa til að koma á bréfasamböndum milli íslenzkra skólabarna. Ef þig langar til að skrifast á við jafn- aldra þinn einhverstaðar á landinu, þá skalt þú senda Sunnu nafnið þitt, aldur og greinilega utanáskrift. Þetta verður svo birt í ritinu. Svo skulum við sjá, hvort þú færð ekki línu úr einhverri átt, áður langt líður! Það væri sannarlega engu síður gaman, að skiptast á bréf- um við jafnaldra sína úti í fjarlægum löndum. En þar er málið til fyrirstöðu. Þó er ein þjóð svo skyld okkur og nákomin, að hún skilur mál okkar og við hennar. Það eru Færeyingar. Heldurðu það væri ekki gaman, að fá bréf frá færeyskum frænda og jafnaldra, á færeysku máli, sem þú skilur, með lýsingu á grindadrápi, bjargsigi og fleiru merkilegu? Þá má geta nærri, hvort færeyskum skólabörnum þætti ekki gaman af fá bréf frá litlum Islendingum, frásagnir um hveri, eldfjöll o. s. frv. Og svo mætti skiptast á bréfspjöldum og þjóðlegum smáhlutum til gamans og fróðleiks. Ef þú villt komast í bréfasamband við Færeying, þá á Sunna mjög hægt með að útvega þér það. Þá skalt þú skrifa bréf, láta það í umslag og skrifa utan á: Til drengs (eða til stúlku) í Færeyjum, en á bakið nafn þitt og utanáskrift. Bréfið, svona útbúið, skalt þú svo láta í annað umslag og senda Sunnu. Því mun svo verða komið á framfæri og þú fá svar. Velkomið er og, að útvega bréfasamband víðar úti í héimi, ef einhver treystir sér til bréfaskrifta á erlendu máli. Blaðaútgáfa skólabarna. Víða er það siður, að skólabörn gefa út blöð, sem þau skrifa í sjálf. Oftast eru skólablöð eða bekkjarblöð handskrifuð. Stundum eru þau líka fjölrituð, en til þess þarf sérstök áhöld og það kostar dálítið fé. Sunnu hafa borizt fjölrituð blöð frá heimavistaskólanum á Flúðum í Árnessýslu, frá Eyrarbakka, einum bekk í Reykjavík og frá barnafélagi í cðrum skólan- um þar. Akureyrarblöðin hafa getið um, að skólabörnin þar

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.