Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 6

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 6
 2 S U N N A Allt glóir í sól, yfir sveit er vor, og sviflétt fer nú golan um blómstrandi brekkur og tún og bjarkilm flytur með sér. Og geislandi ungur þú gengur nú í gróandi vorlönd inn. Þú ert vorið sjálft, sjálft hið vaknandi líf, og vorsins auður er þinn. Á leið þinni er ekkert, sem aftrar þér, og aftan við en engin minning, er þyngir þig, né þrýstir að líta við. Fyrst nú skín vor, þá er sumar senn og sólrík hver stund og hlý. Það dimmir kannske á kvöldin í haust, en kvíddu ekki fyrir því. %> t Þú trúir á eilíf-vaxandi vor og vetrarlaust. Og eflaust væri þá ógert flest, ef æskan tryði á haust. Ellin á fortíð, en framtíð þú, og framtiðin syndlaus er. Heill þeim, sem velur sér vonir Já, vormaður, heill sé þér! hlut! A. S. 10' >OI

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.