Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 27

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 27
S U N N A 23 Nú er ég 13 ára gömul og þykir mér nú orðið eins gaman að leika mér að brúðum, eins og þegar ég var minni. Gudrún Þórðardóttir (13 ára), Rvík. Jón Pétur á jakanum. Við strákarnir vorum að ýta okkur á jökum. ]ón var á litlum jaka og líka með lítið prik. Svo fór hann svo langt frá landi, að prikið botnaði ekki. Hann kallaði til okkar, en þá var hann kominn svo langt frá landi, að okkar prik botnuðu ekki heldur. Svo komst hann út á lón. Þá fór hann Oli bróð- ir hans Geirmundar út að honum. En Oli var á svo litlum klaka, að ]ón komst ekki á hann líka, því að þá mundi klak- inn hafa farið um. En Oli komst í land. Svo grét ]ón svo hátt. En þá hlupu strákarnir og kölluðu á hjálp. Svo komu karlarnir á bát og voru margir menn með. Og þá komst ]ón heill í land, og var hann mikið feginn. Þórður J. Pálsson (11 ára), Eyrarbal<ka. Náttúrugripasafn. Vafalaust vantar skólann ykkar margt og mikið, sem mundi gera hann bæði skemmtilegri og gagnlegri fyrir ykkur, ef það væri til. Flest kostar þetta meiri peninga en svo, að þið skóla- börnin getið bætt úr því, en mikið má þó, ef vel vill. — Hverjum skóla er nauðsynlegt að eiga náttúrugripasafn. Og skemmtilegast og bezt að öllu leyti er, að þið komið því upp sjálf. Auðvitað verður kennarinn glaður af að fá tækifæri til að hjálpa ykkur að því. Flestum börnum þykir gaman að rannsaka náttúruna og læra af hennar eigin bók, jafnvel þó að þeim leiðist venjulegt bóknám, enda er náttúran hverri kennslubók betri. Nú vill Sunna stinga upp á því, að þið takið höndum saman um að koma upp náttúrugripasafni við

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.