Sunna - 01.11.1932, Page 16

Sunna - 01.11.1932, Page 16
48 S U N N A troða heyið. En ég var búinn að láta hey yfir geil, svo átti hún að detta þar ofan í. Það fór sem til var ætlazt. Um leið og hún sökk, hrópaði hún eins og í dauðans angist: »Guð minn góður, hjálpaðu mér, æ, æ!« Þegar hún var nýkomin upp úr, kom pabbi. Hann hjálpaði okkur að stafla sætinu. Svo fórum við heim að sofa. Jóhann Einavsson (12 ára). Flúöuskóla, Arnessýslu. Vísur. Eg var upp í sveit að sumrinu til og sótti þar kýr og hesta. Eg smalaði kindum um grundir og gil og gerði mitt allra bezta. Guðmundur Árnason (11 ára) Austurb.sk. Rvíkur. í skólanum er skemmtilegt að vera, og skussar hafa þar meir en nóg að gera, að lesa, skrifa, skrítnar myndir teikna, en skemmtilegast þykir mér að reikna. Snorri Jónsson (10 ára) Austurb.sk. Rvíkur. Hefst nú ljóð um hrímgað fell, haust og kaldan vetur, skýjað loft og skautasvell, skáldi nú aðrir betur. Snorri Jónsson (10 ára) Austurb.sk. Rvíkur. Álafoss. í Mosfellssveitinni, hér um bil 15. km frá Reykjavík, er bær sem heitir Álafoss. Þar var upphaflega aðeins bóndabær, en nú er þar klæðaverksmiðja. Hún mun hafa verið stofnuð fyrir 35 árum. Verksmiðjan stendur nálægt litlum fossi, sem er í ánni Varmá, og heitir sá foss Álafoss. Úr honum er tekið afl, sem knýr stóra vél, sem framleiðir nóg rafmagn til að knýja allar vélar verksmiðjunnar, og auk þess rafmagn til ljósa í verksmiðjunni sjálfri og íbúðarhúsum verksmiðjufólks og

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.