Sunna - 01.11.1932, Page 25

Sunna - 01.11.1932, Page 25
S U N N A 57 skauíum. Góði, leiddu mig. Þú ert ekki vanur að hlæja, þó að einhverjum gangi illa«. Þetta var Hulda litla, dóttir Sveins læknis. Hún var að vísu í 6. bekk í Miðbæjarskólanum, en Gunnar í 8. En þau áttu heima skammt hvort frá öðru við Bergstaðastrætið, urðu oft samferða til og frá skóla og léku sér stundum saman. »Eru þeir að stríða þér líka, Hulda?« Gunnar hafði oft fundið sárt til þess, að hann skyldi ekki eiga litla systur. Og ef hann hefði átt systur, þá hefði hún einmitt átt að vera alveg eins og Hulda. »]á, strákaskammirnar. En nú hefir ótuktin hann Arni Geir verið vondur við þig enn einu sinni. En kærðu þig ekkert hvað hann segir. Þú ert margfalt fallegri og gáfaðri en hann. Þér er óhætt að trúa því — ég hefi heyrt pabba segja það sjálfan«. Þá var nú enginn efi, úr því pabbi sagði það! Gunnar roðnaði af gleði. Þau tóku höndum saman og renndu sér af stað, hægt og gætilega. Hulda var óvön á skautum, en Gunnar þurfti að fara varlega. »Sjáum til, hann er farinn að hugsa um stúlkur, drengur- inn«. Árni Geir renndi sér til þeirra. »Ég tel skyldu mína að losa læknisdótturina við svona félagsskap«. Hann bauð Huldu arminn. Hún hratt honum frá sér: »Hvað heldurðu að ég vilji vera með slána eins og þér?« Árni Geir snerist á hæli. »]æja, vertu þá með Raggeitinni*, sagði hann og þaut burt. Gunnar beit á jaxlinn og horfði á eftir honum, en tár brutust fram í augun. »Láttu þér vera sama hvað þetta montprik segir, Gunnar«, mælti Hulda og tók í hönd honum að nýju. »Ég skal víst segja pabba hvernig hann hegðar sér«. Hún var móðurlaus og augasteinn pabba síns. Þau fóru aftur að leika sér. Það kvöldaði og dimmdi. Hálfur máni óð í skýjum, svo að ekki varð svartamyrkur.

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.