Sunna - 01.11.1932, Page 30

Sunna - 01.11.1932, Page 30
62 S U N N A 4. Hverju líkist það? Kennarinn eða annar, sem valinn er leikstjóri, spyrthvern þátttakanda: >Hverju líkist það, sem eg hugsa mér?« Þátt- takendur svara eins og þeim dettur í hug. Svörin eru skrifuð. Leikstjóri segir síðan frá, hvað hann hugsaði sér, og á nú hver að tilgreina, að hverju leyti það líktist því, sem hann til- nefndi. Dæmi: 1. svar: Flugvél. 2. svar: Sólin. 3. svar: Kindahópur. 4. svar: Bók. Leikstjóri: »Eg hugsaði mér bekkinn okkar. Að hverju leyti líkist hann því, sem þið tilnefnduð?« 1. svar: Hann hefir stundum hátt. 2. svar: Það fylgir honum gleði, hvar sem hann er. 3. svar: Hann hefir kennarann, eins og kindahópurinn smalann. 4. svar: Það er margt skemmtilegt og fróðlegt í honum. Ef einhver getur ekki fundið líkinguna, verður^. hann að gefa pant eða hljóta refsingu. 5. Boms! Leikendur sitja í hring og telja: einn, tveir þrír o. s. frv., þannig, að hver tekur við af öðrum eftir röð og nefnir eina tölu. En enginn má nefna tölu, sem 7 ganga upp í eða 7 eru í. I staðinn skal segja »boms«. Ef einhver flaskar á þessu eða segir »boms« þar sem það á ekki við, gengur hann úr leik. í hvert sinn, sem einhver gengur úr Ieik, er byrjað fram- an á talnaröðinni á ný og talið hraðar en áður, ef unnt er. Haidið er áfram, þar til aðeins einn er eftir, og hefir sá unnið. 70 heitir »boms«, 71 »boms einn«, 77 »boms, borns* o. s. frv. A. S.

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.