Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 6

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 6
70 S U N N A er sögur hófust. En svertingjarnir hafa frá alda öðli verið þar í miklum meiri hluta. — Hafa þeir verið dreifðir til og frá um álfuna, þetta feikna stóra land- flæmi. Ættir þessara dökku manna eru mjög margar og fjarskalega ólíkar útlits. Sumir flokkarnir eru brún- leitir eða gulleitir, en meiri hlutinn svartur. 1. mynd. Svertingjakofi (grindin). Undir má nota pappa eða !eir. I grindina má nota mjóar spýtur eða tágar. Evrópuþjóðirnar hafa löngum haft áhuga á því að kynnast löndum og þjóðflokkum í öllum álfum heims. Hafa margir leiðangrar verið farnir um torfær svæði, til þess að reyna að kynnast einhverju nýju og áður óþekktu. Og marga, eða jafnvel flesta, leiðangra hafa Evrópumenn farið í því augnamiði að auka völd sín á einhvern hátt. Þeir hafa ýmist farið með friði eða ófriði, kastað eign sinni á stór land- svæði og lagt þjóðflokka undir sig. Evrópuþjóðir stjórna því og ráða yfir nokkrum löndum í öllum álfunum. Afríka hefir ekki farið varhluta af heimsóknum hvítu mann- anna. En hún hefir ekki boðið gesti sína velkomna. Þvert á móti hefir hún á allan hátt reynt að verja börnin sín, frum- byssiana, fyrir áleitni hvítu mannanna. Hún hefir þyrlað sandi eyðimarkanna í augu ferðamann- anna og hrakið þá burtu eða látið sandbyljina kvelja þá og kæfa, og loks grafa þá í einhverri sandöldunni. Hún hefir látið stórárnar stöðva ferðir ýmsra eða hitann og óhollt lofts- lag veikja þrótt þeirra, svo að þeir hafa orðið að flýja heim aftur. Og hún hefir ennfremur látið frumskógana með vafnings- og flækju-jurtum Ioka leiðunum. Stundum hefir hún líka látið hin stóru, villtu rándýr hræða hvítu ferðamennina og reka þá

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.