Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 31

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 31
S U N N A 95 Barnasönglög. Páll Halldórsson, söngkennari Austurbæjarskólans í Reykja- vík, er að byrja á mjög hentugu safni barnasönglaga. Gefur hann út eina örk með 4 bls. í senn, og verða í örkinni 3—5 lög. Hver örk á að kosta 25 aura, og þurfa þá börnin ekki að kaupa í einu fleiri lög en þau þurfa að nota. Ætti þetta að vera mikill stuðningur fyrir sönginn í barnaskólunum. Jólatréspokar. Þú ætlar auðvitað að hafa jólatré. Ef þú færð ekki grænt grenitré austan úr Noregi, þá bjargast þú við eitthvað, sem hægt er að fá eða búa til heima. En hvernig sem jólatréð þitt verður, þá er langmest gaman að því skrauti á það, sem þú býr til með eigin höndum. Þess vegna ætlar Sunna nú að hjálpa þér til uð búa til nokkra jólatréspoka. Fáðu þér mislitan pappír, gljápappír eða annan, eftir því sem kostur er á. Klipptu pappírinn niður í ræmur, t. d. 25 sm. langar og 8 sm. breiðar. Leggðu ræmurnar tvöfaldar, svo að endarnir komi saman. Láttu tvær ræmur saman, sína af hvorum lit, þannig, að önnur komi innan í hina. Klipptu síðan ræmurnar, báðar í einu, eins og fyrsta myndin hérna sýnir. Hæfilegt er að klippa 9 sm. upp í ræmuna, ef hún er 8 sm. breið. Þú gætir þess, að klippa upp í brotið (miðju ræmunnar) en ekki í endana. Nú hafa myndazt 6 borðalykkjur á hvora ræmu við klippinguna, ef þú hefir klippt eins og myndin sýnir. Þú tekur nú sína ræmuna í hvora hönd, segjum, að önnur þeirra sé blá, en hin hvít, og sé blá í hægri hendi. Þá smeygir þú fyrstu bláu lykkjunni gegn um þá fyrstu hvítu, utan um aðra, gegn um þriðju, utan um fjórðu, gegn um fimmtu og utan um sjöttu. Nú tekur þú na;stu bláu lykkju,

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.