Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 9

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 9
S U N N A 73 er vörn móti göldrum, enn annar hjálpar til þess að koma upp þjófn- aði. Þá eru gripir til þess að láta regn koma og regni létta. Börnin fara svo sjálf að safna þessum fágætu gripum og hlutum. Þau fara til töframanns eða læknis, til þess að læra að velja hlutina eða búa þá til. Hlutirnir eru margs- konar, t. d. tennur úr vatnahesti, partur úr fílaskinni, strútsf jaðrir, snákshöfuð, fálkaklær, horn af lill- um antilópum, steinar, fræ, hnetur, baunir, hlutir búnir til úr beini eða tré o. fl. Svertingjabörnin leika sér svipað og börn hvítra manna. Ungbörnin fá hringlur, telpurnar grófgerðar brúður. Telpurnar sitja á jörðunni og búa til leirkökur, þykjast sjóða mat, kveikja bál og fást við eldamennsku. Strákarnir læra að synda, einkum í Kongólöndunum, fiska, snara fugla og skjóta af boga. í skógunum í Kongólöndunum búa dvergar, sem eru á stærð við fermingardrengi. Þeir hafa mjög lélega kofa, til þess að sofa í, fást við veiðar og éta flest, sem tönn á festir, t. d. rottur, skriðdýr, snáka, maura, lirfur, apa o. fl. — Þeir eru skynsamir og fljótir að læra eitt og annað, en eru hræddir við flesta, nema sinn eigin kynstofn. Þeir syngja mikið og hafa trumbu, sem þeir búa til úr holu tré og setja skinn yfir. Fílana veiða þeir á þann hátt, að þeir komast í námunda við þann, sem fella skal, skjóta síðan örvum sínum í augu hans, til þess að blinda hann. Þetta tekst oft, og elta þeir hann síðan með skotum og geta stundum yfirunnið fíla á þenna hátt. Afríku-svertingjum fækkar ekki, eins og kynbræðrum þeirra í öðrum heimsálfum. Þeir eru miklu fjölmennari í Afríku en hvítir menn. Evrópuþjóðirnar ráða þó yfir mörgum löndum þar. G. M. M.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.