Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 15

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 15
S U N N A 79 Notini (hlæjandi): Nei, það er ég, sem er galdramaður, og nú hefi ég galdrað ykkur. Sagan af prestinum með pottinn er eins og hver önnur þjóðsaga, sem ekki er hægt að trúa. Og þá er því ótrúlegra, að þetta sé töfrapottur. Siggi: Þú ert meiri karlinn, að skrökva svona að okkur. Nonni: Eg sagði þetta allt saman bara til þess, að þið hættuð að metast um það, hver hefði búið til þenna góða graut. Oddur: Drengir, hrópum fjórfalt Isler.dingahúrra fyrir Nonna! (Þeir húrra fyrir Nonna). Nonni: Nú skulum við taka grautinn, fara með hann heim í tjald og éta hann, því að við höfum allir hjálpazt að að búa hann til. Þess vegna er hann svona góður. Þorsteinn Eiríksson (13 ára) Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Snarræði Svenna. Vorið var komið, og skólanum var lokið. Nokkrir drengir höfðu komið sér sáman um að fara skemmtiför, austur í Þrastaskóg. Loks rann dagurinn, er þeir höfðu valið til ferð- arinnar. Það var seint á laugardegi, sem þeir lögðu af stað, sjö að tölu, með bíl frá Reykjavík. Það var orðið framorðið, þegar þeir komu á ákvörðunarstaðinn. Þegar þeir höfðu fengið

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.