Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 8

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 8
72 S U N N A 3. mynd. Mjólkurílát, búið til úr leiri. þeirra eru einkennilegir stökkdansar og hópdansar, með hávaða og trumbuslætti. Þeir rækta ýmsar korntegundir kringum þorpin sín, t. d. hrísgrjón, baunir, maís og hirsikorn. Á þessu stigi eru Súdan-svertingjar o. fl. En svo eru aðrir, sem mest fást við veiðar, t. d. í Kongó-löndunum. Afríku-svertingjar eru margir þreklegir, með fallegar axlir og herðar. Þeir eru frammynntir og varaþykkir, flatnef jaðir, hrokkinhærðir, en lítið skeggjaðir. — Þeir ganga yfirleitt fremur klæðlitlir. Margir þeirra rispa sig, til þess að fá sérkennileg ör á sig, annaðhvort á andlit eða annarstaðar á líkamann, t. d. brjóst, axlir eða handleggi. Sagt er, að það megi þekkja sumar ættir á því, hvernig þær rispa sig. Konum þykir gaman að laga hár sitt og skreyta það. Þær festa ýmsum skrautgripum, t. d. perlum eða beinum, í lokkana eða snúa hárið á ýmsa vegu, jafnvel þannig, að hárið standi upp í loftið eins og geitahorn. Konur bera olíu eða leir í hár sitt. Svertingjar eru hjátrúarfullir og trúa mjög á allskonar töfra. Þeir telja, að andar búi í trjám og runnum, í hellisskútum og holum og ýmsum hlutum. Sumir andarnir eru góðir, en aðrir vondir. Til þess að verjast því vonda, hefir nærri því hver maður sinn verndar- grip, einn eða fleiri. Þessir verndargripir færa mönnum ham- ingju, bægja burtu sorgum, reka burtu sjúkdóma og eru ágæt hjálp móti óvinum. Sérstakir gripir vernda fyrir hverju einu. Börnin heyra talað um gripi þessa, strax og þau geta talað. Þau fá áhuga á þessu, og þegar þau komast á legg, fara þau að spyrja nákvæmlega um merkingu gripanna. Og ein- hver vinur þeirra eða frændi segir þeim frá hinum merkilegu þýðingum. Einn gripur er til þess að gera mann ríkan, annar

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.