Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 30

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 30
94 S U N N A Siggi og jólasveinninn. Nú ætla ég að segja ykkur söguna af honum Sigga litla. Hann var átta ára og átti heima á Norðurlandi hjá foreldr- um sínum. Þau hétu Hildur og Olafur. Það var komið kvöld. Siggi var alltaf vanur að hátta klukkan átta. Hann var kom- inn upp í rúm og búinn að lesa kvöldbænirnar sínar. Þá heyrir hann lítinn hlátur. Siggi reis upp við olnboga, en sá ekkert og leggst aftur niður. Þá heyrir hann aftur þennan hlátur. Siggi horfir um allt herbergið, en sér ekkert og leggst niður aftur. Þá finnur hann stigið létt ofan á sængina. Þá sér hann litla stúlku, sem heldur á rauðri húfu í hendinni, öll rauðklædd. Siggi þrífur hana svo harkalega að litla stúlkan æjar upp og segist skuli gefa honum litlu öskjuna sína. Siggi leggur litlu stúlkuna af sér á sængina, en í sama bili rétti litla stúlkan honum öskju og sagði: »Þetta mun verða þér til láns« og hvarf síðan. Siggi opnaði öskjuna. I henni var hringur, afskaplega fallegur. Siggi bar alltaf hringinn og það varð honum líka til láns. Sveina Jónatansdóttir 9 ára. Rvík. Sólskríkjan. Eg var austur á Laugarvatni sumarið 1931. Einu sinni vor- um við að leika okkur úti í góða veðrinu. Þá sjáum við hvar tveir drengir komu með sólskríkju í höndunum. Hún var vængbrotin á öðrum væng, svo hún gat ekki flogið. Svo fóru þeir með hana inn. En um kvöldið var hún farin að geta flogið og hreyft vænginn. Næsta morgun flaug hún út og settist á staur þar fyrir utan. Það er svo gaman að geta hjálpað dýrunum. Heiða Aðalsteinsd. 11 ára. Rvík. Knattkast er leikur, sem flestum drengjum þykir afargaman af. Nefna þeir hann stundum »handbolta«, en það er slæmt mál. Nú eru nýkomnar út reglur og leiðbeiningar í knattkasti, eftir Hannes M. Þórðarson íþróttakennara, skýrar og góðar, með glöggum uppdráttum til skýringar. Þær kosta 25 aura.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.