Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 16

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 16
80 S U N N A sér bita af nesti sínu, fóru þeir að setja upp tjald, er þeir höfðu haft með sér ásamt öðrum farangri. Þeir sváfu vel um nóttina. Drengirnir vöknuðu snemma á sunnudagsmorguninn, og af því veðrið var mjög gott, kom þeim saman um, að þeir skyldu fá sér bað í Alftavatni. Þegar þeir komu niður að vatninu, fóru þeir að þrátta um það, hver þeirra væri bezt syndur. Elzti drengurinn í hópnum, sem hét Gunnar, sagði: »Eg hefi synt yfir þvera sundlaugina í Reykjavík og meira að segja aftur til baka, án þess að stanza á milli«. »Það hefi ég nú líka gert«, sagði Steini, »og meira að segja hefi ég kastað mér ofan af háabretti, en það hefir þú ekki gert«. »Vertu ekki að þessu monti, Steini minn«, sagði Gunnar, »því það getur enginn nema fullorðnir menn«. »Þú getur bara spurt hann Sigga að því, því hann sá þegar ég gerði það«, svaraði Steini. »Já«, sagði Siggi, »en þú gerir það ekki nógu vel«. »Það getur verið«, anzaði Steini, »en ég geri það nú samt, og ábyggilega betur en þú«. »Ekki er ég nú viss um það, ég er þó að minnsta kosti fljótari að synda, en nokkur ykkar«, svaraði Siggi. »Það getur verið að þið séuð fljótari að synda en ég. Þó hugsa ég að ég sé þolnastur af ykkur á sundi«, sagði Svenni, sem var vngstur af drengjunum. »Eg skal sýna ykkur, að ég þori að fara eins

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.